Enski boltinn

Zlatan sló enn eitt metið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Zlatan fagnar marki með Manchester United.
Zlatan fagnar marki með Manchester United. Vísir/Getty
Zlatan Ibrahimovic hefur látið til sín taka á fyrsta tímabili sínu með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Hann skoraði um helgina sitt fimmtánda deildarmark á tímabilinu í 3-0 sigri United á Leicester um helgina. Um leið varð hann elsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem afrekar að skora fimmtán mörk á sama tímabilinu.

Það eru enn fjórtán umferðir eftir af tímabilinu og því er Zlatan líklega hvergi nærri hættur. Hann er kominn með 20 mörk öllum leikjum til þessa.



„Ég setti mér markmið og ég ætla ekki að segja frá því hvað það er, en ég hef ekki náð því enn,“ sagði Svíinn eftir leikinn gegn Leicester í gær.

„Venjulega þegar framherjar skora mikið þá segjum við 22 mörk - 14 mörk og átta víti - eða eitthvað álíka. En hvað Zlatan varðar þurfum við að minna okkur á að hann er kominn með 20 mörk og aðeins eitt úr víti,“ sagði Jose Mourinho, stjóri United.

Eins og fram kemur í umfjöllun Sky Sports um Zlatan þá hefur Svíinn ekki slegið af þó svo að það styttist í annan endann á ferlinum.

http://www.skysports.com/football/news/11667/10758282/zlatan-ibrahimovic-stats-show-man-united-striker-going-strong-at-35




Fleiri fréttir

Sjá meira


×