Enski boltinn

Agüero verður ekki seldur í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Agüero hefur verið varamaður í síðustu leikjum City.
Agüero hefur verið varamaður í síðustu leikjum City. Vísir/Getty
Það er ekki á dagskrá hjá forráðamönnum Manchester City að selja framherjann Sergio Agüero í sumar.

Agüero hefur ekki verið í liði City í síðustu tveimur leikjum en hann kom inn á sem varamaður í 2-1 sigri á Swansea um helgina.



„Ég vil auðvitað vera áfram,“ sagði hann í samtali við fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Ég mun reyna hjálpa liðinu eins og ég get næstu mánuðina og það er svo undir félaginu komið hvort að það sé pláss fyrir mig hér.“

Aðeins örfáir mánuðir eru síðan að Agüero framlengdi samning sinn við City og á hann þrjú ár eftir af honum.

BBC fjallar um málið í dag en samkvæmt heimildum hafa forráðamenn City ekki í hyggju að selja leikmanninn.

Gabriel Jesus, nítján ára Brasilíumaður, kom til City um áramótin og hefur tekið sæti Agüero í byrjunarliðinu. Hann skoraði bæði mörkin í sigri City um helgina. Agüero er þó markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með átján mörk.

Pep Guardiola hefur sagt að Agüero sé einn af mikilvægust leikmönnum félagsins og muni spila í mörgum leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×