Lífið

Þekktustu útvarpsmenn landsins sýna á sér nýja hlið í Bylgjulestinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Atriðið vakti mikla lukku.
Atriðið vakti mikla lukku.

Gamanþættirnir Steypustöðin hafa farið vel af stað á  Stöð 2 á föstudagskvöldið en um er að ræða einskonar sketsaþætti.



Með aðalhlutverk fara Steindi Jr., Sverrir Þór Sverrisson, Saga Garðarsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Auðunn Blöndal og María Guðmundsdóttir.



Á föstudagskvöldið sló eitt atriði rækilega í gegn. Einn heppinn hlustandi Bylgjunnar fékk að fara með syni sínum í ferðalag með Bylgjulestinni.



Ekki alveg sú Bylgjulest sem flestallir þekkja heldur í þessari voru þeir Þorgeir Ástvaldsson, Ívar Guðmunds, Heimir Karlsson og Siggi Hlö vel kókaðir á því í limósíu með strippara á kantinum og á leiðinni á Hellu.



Atriðið hitti beint í mark og var umræðan á Twitter lífleg á föstudagskvöldið eins og sjá má neðst í fréttinni. Í þættinum voru þrjú aðskild atriði um Bylgjulestina og má sjá þau öll hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.