Gengur með barn og bók Vera Einarsdóttir skrifar 28. júlí 2017 11:15 Þóra setti ekki fyrir sig að láta hárið fjúka fyrir hlutverk fanga. MYND/ANDRI MARÍNÓ Leikkonan og rithöfundurinn Þóra Karítas Árnadóttir lauk nýverið við að leika í nýrri stuttmynd um íslenska konu sem hafnar í fangelsi í Tyrklandi. Hún er með nýja bók í smíðum sem hún vonast til að geta klárað fyrir miðjan janúar en þá á hún von á sínu öðru barni. Þóra Karítas fer með aðalhlutverkið í nýrri íslenskri stuttmynd sem verið er að leggja lokahönd á. Hún hefur fengið nafnið Islandia og fjallar um unga íslenska konu sem fer í sólarlandaferð til Tyrklands, lendir í hremmingum og hafnar í fangelsi. Handritið er eftir Eydísi Eir Björnsdóttur og byggir á hennar eigin reynslu. „Þetta er viðkvæmt efni sem talar beint inn í samtímann. Stjórnmálaástandið í Tyrklandi er ótryggt og staða kvenna slæm en Eydís tekur upp hanskann fyrir konur sem sitja saklausar í fangelsi eða eru þar af ósanngjörnum ástæðum,“ upplýsir Þóra. Hún segir efnið hafa höfðað til sín og er þakklát fyrir að hafa fengið hlutverkið. „Maður fer alltaf í prufu upp á von á óvon. Ég hef í raun ekki verið í stóru sjónvarps- eða kvikmyndahlutverki síðan ég lék í Ástríði og er ánægð með að hafa fengið tækifæri til að sýna á mér aðra og dramatískari hlið.“Myndin var tekin upp í litlu fjallaþorpi á Spáni enda á leikstjórinn ekki afturkvæmt til Tyrklands eftir að hafa lent þar í fangelsi.Á fullt erindi Myndin var tekin upp í fjallaþorpinu Segovia á Spáni enda á leikstjórinn og handritshöfundurinn Eydís Eir ekki afturkvæmt til Tyrklands eftir fangavistina. „Öll umgjörðin var eins og um stórmynd væri að ræða og fagmennskan í fyrirrúmi. Það var ráðinn spænskur meðframleiðandi og kanadískur tökumaður sem báðir búa yfir mikilli reynslu. Umhverfið var líka gríðarlega fallegt sem skiptir miklu fyrir kvikmyndamiðlunina,“ segir Þóra sem bíður spennt eftir því að sjá útkomuna. Hún segir vonast til að myndin verði tilbúin í haust svo hægt verði að senda hana á sem flestar hátíðir. „Mér finnst efnið eiga fullt erindi.“Lét hárið fjúkaÞóra þurfti að klippa af sér hárið fyrir hlutverkið. „Ég setti það alls ekki fyrir mig. Fyrir einhverja tilviljun var ég með ljóst sítt hár í prufunum, en þannig hef ég ekki verið síðan í Ástríði. Ég vissi hver leikstjórinn og fyrirmyndin að sögupersónunni var og tók það fram að það væri lítið mál að láta hárið fjúka. Ef það þjónar hlutverkinu finnst mér bara gaman að stíga aðeins út úr sjálfri mér og fara inn í eitthvað annað,“ segir Þóra sem var síðast stuttklippt um tvítugt. „Ég veit líka að hárið mitt vex mjög hratt og finnst bara gaman að leyfa gráu hárunum að njóta sín.“ Þóra segist snemma hafa tekið þá afstöðu að vera ekki að pæla allt of mikið í útlitinu. „Ég man eftir því að hafa horft í spegil snemma á unglingsaldri og hugsað; Ég er frekar sæt í dag. Næsta dag leit ég í sama spegil og hugsaði; Voðalega er ég ljót. Ég ákvað þá að þetta væri allt of afstætt. Það væri ekkert vit í því að vera að velta sér upp úr þessu.“ Þóra hefur fengist við eitt og annað í gegnum tíðina. Hún lærði guðfræði en síðar lá leiðin í leiklist. Hún útskrifaðist 2006 og starfaði í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar ásamt því að leika í sjónvarpsþáttum. Hún tók svo meistaragráðu í ritlist og gaf út sína fyrstu bók í fyrra. Hún er svo með aðra bók í smíðum. „Ég hef alltaf verið verkefnaráðin og finnst gaman að fást við ný og ögrandi verkefni. Ég hef aldrei skilgreint mig sem eitthvað eitt heldur leyft mér að elta minn innri áttavita,“ segir Þóra sem tók til dæmis upp á því að gefa saman bestu vini sína um síðustu helgi. „Það var táknræn athöfn en þau ganga síðan frá málum hjá sýslumanni. Ég gæti hins vegar alveg hugsað mér að verða mér úti um réttindi enda gaman að fá að vera þátttakandi í slíkum gleðidegi.“ Það verður stutt á milli barna hjá Þóru.Óvæntur styrkur Fyrsta bók Þóru, Mörk, fjallar um kynferðisofbeldi sem móðir hennar, Guðbjörg Þórisdóttir, varð fyrir af hendi afa síns í æsku en með bókinni rufu þær mæðgur fjögurra kynslóða þögn. Vigdís Grímsdóttir, sem kenndi Þóru ritlist, var helsti hvatamaður hennar í að koma bókinni út og hefur haldið hvatningu sinni áfram. „Nú er ég að skrifa skáldsögu sem byggir á sönnu íslensku sakamáli. Vigdís bauðst til að lesa yfir og í kjölfarið barst mér óvæntur styrkur. Ég veit ekki hver stendur á bak við hann en veit að hún hafði milligöngu um hann. Hún vildi að ég hefði tíma og næði til að klára.“ Þóra hefur fengið vilyrði hjá Forlaginu fyrir því að bókin verði gefin út og vonast til að klára hana fyrir miðjan janúar á næsta ári. „Mér rennur eiginlega blóðið til skyldunnar fyrst ég fæ svona fína hvatningu en svo á ég líka von á öðru barni og stefni að því að klára áður en það kemur í heiminn.“ En leitar hugurinn þá meira inn á ritvöllinn en í leiklistina eða stefnir þú á að halda áfram að gera hvort tveggja? „Já, það væri óskandi. Mér finnst gott að hafa fókus á skrifunum en gaman að hafa hitt sem bónus enda nýt ég þess mjög að fara inn í fjölmenn og skemmtileg verkefni þar sem félagsveran fær að blómstra. Það er líka svo gott að vera í kreatívu samstarfi við aðra listamenn og það vinnur vel með skrifunum.“Þakklát fyrir móðurhlutverkiðÞað verður stutt á milli barna hjá Þóru en fyrir eiga hún og myndlistarmaðurinn Sigurður Guðjónsson tveggja ára son auk þess sem Þóra býr svo vel að eiga 13 ára stjúpson. „Það er bara eitt og hálft ár á milli mín og bróður míns. Það verða tvö og hálft á milli yngri barnanna tveggja svo mér finnst þetta bara í lengra lagi,“ segir hún og hlær. Þóra kveðst mjög þakklát fyrir að hafa ekki farið á mis við þá reynslu að eignast börn. „Ég er 38 ára og finn að það að verða móðir er hluti af þroskaferli sem ég þurfti á að halda. Það er líka mjög hamingjuaukandi og gefandi að fá tækifæri til að endurnýja sýn sína á lífið í gegnum augu lítils barns.“Sjúkdómsgreining móðurÞóra segir hins vegar bæði kosti og galla við að eignast börn þetta seint. „Kostirnir eru þeir að þú ert mjög tilbúin og nýtur þess í botn. Gallarnir eru kannski þeir að aðstandendur þínir eldast með,“ segir Þóra, en um það leyti sem bókin um móður hennar kom út í fyrra var Guðbjörg móðir hennar að greinast með Benson heilkennið sem hefur líka verið nefnt sjónrænn Alzheimer. „Þetta er sjaldgæft afbrigði og lýsir sér í hrörnun á sjónsviði heilans,“ upplýsir Þóra en móðir hennar, sem hætti að vinna fyrir fjórum árum, varð vör við allra fyrstu einkennin þegar hún var 58 ára. „Þá starfaði hún sem skólastjóri með margt á sinni könnu og tók eftir því að tölvuskjárinn fór allur í rugl. Hún gekk lengi á milli augnlækna en greiningin tók langan tíma enda á sjúkdómurinn ekki upptök sín í augum heldur heila. Við höfum því rætt um að það væri gott að segja frá, ef einhver annar skyldi vera í sömu sporum, því greining getur dregið úr framvindu sjúkdómsins, hjálpað fólki að skilja og takast á við einkennin.“ Sjúkdómurinn er þess valdandi að Guðbjörg getur hvorki lesið né skrifað sem hún hafði áður mikla unun af. „Það hjálpar hins vegar hvað hún er jákvæð og fljót að aðlagast. Hún hlustar bara á hljóðbækur í staðinn og er alltaf glöð og kát. Sjúkdómur sem þessi getur komið fram í skapgerðarbrestum en hjá henni hefur hann frekar aukið hina barnslegu gleði og við reynum bara að njóta þess,“ segir Þóra. Hún segir sjúkdóminn líka geta komið fram í mál- og verkstoli en að móðir hennar búi enn yfir fullu innsæi. „Hún nýtur líka barnabarnanna í botn og þau hennar en því miður getur hún ekki annast þau ein eða kennt þeim að lesa.“ Lifir í núinuÞóra segist reyna að velta framhaldinu ekki mikið fyrir sér. „Þetta er svo einstaklingsbundinn sjúkdómur og þessi reynsla kennir manni að lifa í núinu. Greiningin er áfall en svo getur allt eins verið að ástandið eins og það er í dag verði stöðugt í lengri tíma og við ætlum að einbeita okkur að því að njóta þess sem er.“ Þóra segir sjúkdóminn ekki liggja í ættinni og að vissulega sé skýringa leitað. „Maður veltir því til dæmis fyrir sér hvort áfall í æsku hafi þarna eitthvað að segja. Það eina sem er þó vitað er að hreyfing er til bóta og mamma er lífsglöð félagsvera sem lætur sér ekki leiðast.“Islandia varpar ljósi á stöðu kvenna í Tyrklandi og talar þannig beint inn í samtímann.Þóra leikur í vídeóverkinu Asylum eftir manninn hennar Sigurð Guðjónsson, en það hefur verið sýnt víða um heim. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
Leikkonan og rithöfundurinn Þóra Karítas Árnadóttir lauk nýverið við að leika í nýrri stuttmynd um íslenska konu sem hafnar í fangelsi í Tyrklandi. Hún er með nýja bók í smíðum sem hún vonast til að geta klárað fyrir miðjan janúar en þá á hún von á sínu öðru barni. Þóra Karítas fer með aðalhlutverkið í nýrri íslenskri stuttmynd sem verið er að leggja lokahönd á. Hún hefur fengið nafnið Islandia og fjallar um unga íslenska konu sem fer í sólarlandaferð til Tyrklands, lendir í hremmingum og hafnar í fangelsi. Handritið er eftir Eydísi Eir Björnsdóttur og byggir á hennar eigin reynslu. „Þetta er viðkvæmt efni sem talar beint inn í samtímann. Stjórnmálaástandið í Tyrklandi er ótryggt og staða kvenna slæm en Eydís tekur upp hanskann fyrir konur sem sitja saklausar í fangelsi eða eru þar af ósanngjörnum ástæðum,“ upplýsir Þóra. Hún segir efnið hafa höfðað til sín og er þakklát fyrir að hafa fengið hlutverkið. „Maður fer alltaf í prufu upp á von á óvon. Ég hef í raun ekki verið í stóru sjónvarps- eða kvikmyndahlutverki síðan ég lék í Ástríði og er ánægð með að hafa fengið tækifæri til að sýna á mér aðra og dramatískari hlið.“Myndin var tekin upp í litlu fjallaþorpi á Spáni enda á leikstjórinn ekki afturkvæmt til Tyrklands eftir að hafa lent þar í fangelsi.Á fullt erindi Myndin var tekin upp í fjallaþorpinu Segovia á Spáni enda á leikstjórinn og handritshöfundurinn Eydís Eir ekki afturkvæmt til Tyrklands eftir fangavistina. „Öll umgjörðin var eins og um stórmynd væri að ræða og fagmennskan í fyrirrúmi. Það var ráðinn spænskur meðframleiðandi og kanadískur tökumaður sem báðir búa yfir mikilli reynslu. Umhverfið var líka gríðarlega fallegt sem skiptir miklu fyrir kvikmyndamiðlunina,“ segir Þóra sem bíður spennt eftir því að sjá útkomuna. Hún segir vonast til að myndin verði tilbúin í haust svo hægt verði að senda hana á sem flestar hátíðir. „Mér finnst efnið eiga fullt erindi.“Lét hárið fjúkaÞóra þurfti að klippa af sér hárið fyrir hlutverkið. „Ég setti það alls ekki fyrir mig. Fyrir einhverja tilviljun var ég með ljóst sítt hár í prufunum, en þannig hef ég ekki verið síðan í Ástríði. Ég vissi hver leikstjórinn og fyrirmyndin að sögupersónunni var og tók það fram að það væri lítið mál að láta hárið fjúka. Ef það þjónar hlutverkinu finnst mér bara gaman að stíga aðeins út úr sjálfri mér og fara inn í eitthvað annað,“ segir Þóra sem var síðast stuttklippt um tvítugt. „Ég veit líka að hárið mitt vex mjög hratt og finnst bara gaman að leyfa gráu hárunum að njóta sín.“ Þóra segist snemma hafa tekið þá afstöðu að vera ekki að pæla allt of mikið í útlitinu. „Ég man eftir því að hafa horft í spegil snemma á unglingsaldri og hugsað; Ég er frekar sæt í dag. Næsta dag leit ég í sama spegil og hugsaði; Voðalega er ég ljót. Ég ákvað þá að þetta væri allt of afstætt. Það væri ekkert vit í því að vera að velta sér upp úr þessu.“ Þóra hefur fengist við eitt og annað í gegnum tíðina. Hún lærði guðfræði en síðar lá leiðin í leiklist. Hún útskrifaðist 2006 og starfaði í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar ásamt því að leika í sjónvarpsþáttum. Hún tók svo meistaragráðu í ritlist og gaf út sína fyrstu bók í fyrra. Hún er svo með aðra bók í smíðum. „Ég hef alltaf verið verkefnaráðin og finnst gaman að fást við ný og ögrandi verkefni. Ég hef aldrei skilgreint mig sem eitthvað eitt heldur leyft mér að elta minn innri áttavita,“ segir Þóra sem tók til dæmis upp á því að gefa saman bestu vini sína um síðustu helgi. „Það var táknræn athöfn en þau ganga síðan frá málum hjá sýslumanni. Ég gæti hins vegar alveg hugsað mér að verða mér úti um réttindi enda gaman að fá að vera þátttakandi í slíkum gleðidegi.“ Það verður stutt á milli barna hjá Þóru.Óvæntur styrkur Fyrsta bók Þóru, Mörk, fjallar um kynferðisofbeldi sem móðir hennar, Guðbjörg Þórisdóttir, varð fyrir af hendi afa síns í æsku en með bókinni rufu þær mæðgur fjögurra kynslóða þögn. Vigdís Grímsdóttir, sem kenndi Þóru ritlist, var helsti hvatamaður hennar í að koma bókinni út og hefur haldið hvatningu sinni áfram. „Nú er ég að skrifa skáldsögu sem byggir á sönnu íslensku sakamáli. Vigdís bauðst til að lesa yfir og í kjölfarið barst mér óvæntur styrkur. Ég veit ekki hver stendur á bak við hann en veit að hún hafði milligöngu um hann. Hún vildi að ég hefði tíma og næði til að klára.“ Þóra hefur fengið vilyrði hjá Forlaginu fyrir því að bókin verði gefin út og vonast til að klára hana fyrir miðjan janúar á næsta ári. „Mér rennur eiginlega blóðið til skyldunnar fyrst ég fæ svona fína hvatningu en svo á ég líka von á öðru barni og stefni að því að klára áður en það kemur í heiminn.“ En leitar hugurinn þá meira inn á ritvöllinn en í leiklistina eða stefnir þú á að halda áfram að gera hvort tveggja? „Já, það væri óskandi. Mér finnst gott að hafa fókus á skrifunum en gaman að hafa hitt sem bónus enda nýt ég þess mjög að fara inn í fjölmenn og skemmtileg verkefni þar sem félagsveran fær að blómstra. Það er líka svo gott að vera í kreatívu samstarfi við aðra listamenn og það vinnur vel með skrifunum.“Þakklát fyrir móðurhlutverkiðÞað verður stutt á milli barna hjá Þóru en fyrir eiga hún og myndlistarmaðurinn Sigurður Guðjónsson tveggja ára son auk þess sem Þóra býr svo vel að eiga 13 ára stjúpson. „Það er bara eitt og hálft ár á milli mín og bróður míns. Það verða tvö og hálft á milli yngri barnanna tveggja svo mér finnst þetta bara í lengra lagi,“ segir hún og hlær. Þóra kveðst mjög þakklát fyrir að hafa ekki farið á mis við þá reynslu að eignast börn. „Ég er 38 ára og finn að það að verða móðir er hluti af þroskaferli sem ég þurfti á að halda. Það er líka mjög hamingjuaukandi og gefandi að fá tækifæri til að endurnýja sýn sína á lífið í gegnum augu lítils barns.“Sjúkdómsgreining móðurÞóra segir hins vegar bæði kosti og galla við að eignast börn þetta seint. „Kostirnir eru þeir að þú ert mjög tilbúin og nýtur þess í botn. Gallarnir eru kannski þeir að aðstandendur þínir eldast með,“ segir Þóra, en um það leyti sem bókin um móður hennar kom út í fyrra var Guðbjörg móðir hennar að greinast með Benson heilkennið sem hefur líka verið nefnt sjónrænn Alzheimer. „Þetta er sjaldgæft afbrigði og lýsir sér í hrörnun á sjónsviði heilans,“ upplýsir Þóra en móðir hennar, sem hætti að vinna fyrir fjórum árum, varð vör við allra fyrstu einkennin þegar hún var 58 ára. „Þá starfaði hún sem skólastjóri með margt á sinni könnu og tók eftir því að tölvuskjárinn fór allur í rugl. Hún gekk lengi á milli augnlækna en greiningin tók langan tíma enda á sjúkdómurinn ekki upptök sín í augum heldur heila. Við höfum því rætt um að það væri gott að segja frá, ef einhver annar skyldi vera í sömu sporum, því greining getur dregið úr framvindu sjúkdómsins, hjálpað fólki að skilja og takast á við einkennin.“ Sjúkdómurinn er þess valdandi að Guðbjörg getur hvorki lesið né skrifað sem hún hafði áður mikla unun af. „Það hjálpar hins vegar hvað hún er jákvæð og fljót að aðlagast. Hún hlustar bara á hljóðbækur í staðinn og er alltaf glöð og kát. Sjúkdómur sem þessi getur komið fram í skapgerðarbrestum en hjá henni hefur hann frekar aukið hina barnslegu gleði og við reynum bara að njóta þess,“ segir Þóra. Hún segir sjúkdóminn líka geta komið fram í mál- og verkstoli en að móðir hennar búi enn yfir fullu innsæi. „Hún nýtur líka barnabarnanna í botn og þau hennar en því miður getur hún ekki annast þau ein eða kennt þeim að lesa.“ Lifir í núinuÞóra segist reyna að velta framhaldinu ekki mikið fyrir sér. „Þetta er svo einstaklingsbundinn sjúkdómur og þessi reynsla kennir manni að lifa í núinu. Greiningin er áfall en svo getur allt eins verið að ástandið eins og það er í dag verði stöðugt í lengri tíma og við ætlum að einbeita okkur að því að njóta þess sem er.“ Þóra segir sjúkdóminn ekki liggja í ættinni og að vissulega sé skýringa leitað. „Maður veltir því til dæmis fyrir sér hvort áfall í æsku hafi þarna eitthvað að segja. Það eina sem er þó vitað er að hreyfing er til bóta og mamma er lífsglöð félagsvera sem lætur sér ekki leiðast.“Islandia varpar ljósi á stöðu kvenna í Tyrklandi og talar þannig beint inn í samtímann.Þóra leikur í vídeóverkinu Asylum eftir manninn hennar Sigurð Guðjónsson, en það hefur verið sýnt víða um heim.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira