Hreykja sér af því að fólk eyði fjórum sinnum meira en það ætlar sér í Costco Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2017 13:44 Steve Pappas hefur, á sínum 26 árum hjá Costco, ekki séð annan eins áhuga og nú á Íslandi vegna fyrirhugaðrar opnunar. visir/anton brink „Við viljum vera ómótstæðileg í augum Costco-meðlima. Við hreykjum okkur af því að fólk segi: Í hvert sinn sem ég fer í Costco ætla ég að eyða 50 dollurum en enda á að eyða 200. Og það er vegna þess að kjörin eru svo góð.“ Þetta segir Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco, í viðtali við Umræðuna á heimasíðu Landsbankans. Um tveir mánuðir eru í að vöruhús Costco verði opnað í Kauptúni en Pappas á ekki von á því að fleiri Costco vöruhús verði opnuð hér á landi þótt hann útiloki ekki neitt.Verslun Costco í Garðabæ á að opna í lok maí.Vísir/Jóhann K. JóhannssonEngar kristalsljósakrónur Vöruhúsið verður 14 þúsund fermetrar og hefur hrátt yfirbragð, eins og hin 785 að sögn Pappas. „Það er enginn glans. Það er enginn marmari, engar kristalsljósakrónur. Við klippum allan þann kostnað út. Við viljum að það sé hægt að keyra með vörurnar upp að húsinu, taka þær úr bílnum og setja vörubrettin beint inn á gólf með sem allra minnstri fyrirhöfn. Hjá okkur gengur allt út á hagkvæmni,“ segir Pappas.Eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag er ýmislegt öðruvísi hjá Costco en fólk á að venjast. Fólk á ekki kost á því að máta fötin sem það kaupir en þess í stað er ekkert tiltökumál að skila fötunum og fá þau endurgreidd. Þá skoðar öryggisvörður körfurnar á leiðinni út og engir hraðkassar eru á staðnum.Alma Sigurðardóttir er ein þeirra sem orðinn er meðlimur hjá Costco.Vísir/Anton brinkÆtlar að kaupa kjúkling en kaupir golfkylfur Upplifunin er stór hluti af ferð í Costco að sögn Pappas. Þar sjái fólk Bang & Olufsen-græjur, demantshringi sem kosti átta milljónir króna og svo sé alltaf hægt að ganga að tíu kílóa poka af sykri vísum. Skartgripir, græjur og matvara í sömu verslunarferð er daglegt brauð í Bandaríkjunum en ekki eitthvað sem Íslendingar hafa mátt venjast þegar þeir „skreppa út í búð.“ Vörutegundir í Costco hverju sinni eru um 3800 að sögn Pappas en yfir árið séu þær nær tólf þúsund. Þetta sé vegna árstíðabundinna vara en vörurnar skiptist í raun í þrjár flokka; vörur sem alltaf eru í boði eins og flest matvara, árstíðabundnar vörur eins og útilegubúnaður og jóladót og að lokum tækifærisvörur sem fólk ætlaði sér aldrei að kaupa þegar það mætti. „Það er galdurinn við Costco – fólk kaupir aldrei bara það sem það ætlaði sér. Þú mætir kannski til að kaupa þér grillaðan kjúkling og sjampó en sérð svo tilboð á golfkylfum sem þú getur ekki látið fram hjá þér fara. Ofan á þetta leggjum við mikið upp úr því að bjóða fólki að smakka og prófa áður en það kaupir, auk þess sem við erum með annars konar þjónustu á borð við gleraugnadeild og sjónmælingar, apótek, dekkjaverkstæði og veitingatorg. Allt vinnur þetta saman að því að gera ferðina í Costco að ævintýri.“ Tengdar fréttir Koma Costco hefur áhrif á verðmat á bréfum í N1 Hagfræðideild Landsbankans hefur lækkað verðmat sitt á bréfum í olíufélaginu N1 úr 138,1 krónu á hlut í 132,9 krónur. 23. mars 2017 11:14 „Samkeppni í verslun á leið til landsins í fyrsta sinn í 1100 ár“ "Nú er viðskiptalíf á Íslandi í uppnámi enda margt að gerast. Stórverslanir eins og H&M og Costco eru komnar vel á veg með að opna útibú hér á landi. Þar fyrir utan hafa margir Íslingar tekið upp þann ósið að kaupa fatnað og annan óþarfa á Netinu,“ segir Þráinn Bertelsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, í hæðnum pistli á heimasíðu sinni sem ber fyrirsögnina Ógnin er yfirvofandi – vágestur á leið til landsins. 9. mars 2017 09:57 Engir mátunarklefar, öryggisvörður skoðar kvittun og tveir gestir velkomnir hjá Costco Lindex, Bauhaus, Dunkin' Donuts, McDonald's, Toys R Us og KFC settu Ísland á hliðina. 23. mars 2017 09:00 Costco samdi ekki við Olís um kaup á eldsneyti Olís mun ekki selja Costco á Íslandi eldsneyti og hefur Skeljungur því að öllum líkindum hreppt samninginn við bandaríska verslunarrisann. Ekki náðist í Valgeir Baldursson, forstjóra Skeljungs, við vinnslu fréttarinnar. 15. mars 2017 09:30 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
„Við viljum vera ómótstæðileg í augum Costco-meðlima. Við hreykjum okkur af því að fólk segi: Í hvert sinn sem ég fer í Costco ætla ég að eyða 50 dollurum en enda á að eyða 200. Og það er vegna þess að kjörin eru svo góð.“ Þetta segir Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco, í viðtali við Umræðuna á heimasíðu Landsbankans. Um tveir mánuðir eru í að vöruhús Costco verði opnað í Kauptúni en Pappas á ekki von á því að fleiri Costco vöruhús verði opnuð hér á landi þótt hann útiloki ekki neitt.Verslun Costco í Garðabæ á að opna í lok maí.Vísir/Jóhann K. JóhannssonEngar kristalsljósakrónur Vöruhúsið verður 14 þúsund fermetrar og hefur hrátt yfirbragð, eins og hin 785 að sögn Pappas. „Það er enginn glans. Það er enginn marmari, engar kristalsljósakrónur. Við klippum allan þann kostnað út. Við viljum að það sé hægt að keyra með vörurnar upp að húsinu, taka þær úr bílnum og setja vörubrettin beint inn á gólf með sem allra minnstri fyrirhöfn. Hjá okkur gengur allt út á hagkvæmni,“ segir Pappas.Eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag er ýmislegt öðruvísi hjá Costco en fólk á að venjast. Fólk á ekki kost á því að máta fötin sem það kaupir en þess í stað er ekkert tiltökumál að skila fötunum og fá þau endurgreidd. Þá skoðar öryggisvörður körfurnar á leiðinni út og engir hraðkassar eru á staðnum.Alma Sigurðardóttir er ein þeirra sem orðinn er meðlimur hjá Costco.Vísir/Anton brinkÆtlar að kaupa kjúkling en kaupir golfkylfur Upplifunin er stór hluti af ferð í Costco að sögn Pappas. Þar sjái fólk Bang & Olufsen-græjur, demantshringi sem kosti átta milljónir króna og svo sé alltaf hægt að ganga að tíu kílóa poka af sykri vísum. Skartgripir, græjur og matvara í sömu verslunarferð er daglegt brauð í Bandaríkjunum en ekki eitthvað sem Íslendingar hafa mátt venjast þegar þeir „skreppa út í búð.“ Vörutegundir í Costco hverju sinni eru um 3800 að sögn Pappas en yfir árið séu þær nær tólf þúsund. Þetta sé vegna árstíðabundinna vara en vörurnar skiptist í raun í þrjár flokka; vörur sem alltaf eru í boði eins og flest matvara, árstíðabundnar vörur eins og útilegubúnaður og jóladót og að lokum tækifærisvörur sem fólk ætlaði sér aldrei að kaupa þegar það mætti. „Það er galdurinn við Costco – fólk kaupir aldrei bara það sem það ætlaði sér. Þú mætir kannski til að kaupa þér grillaðan kjúkling og sjampó en sérð svo tilboð á golfkylfum sem þú getur ekki látið fram hjá þér fara. Ofan á þetta leggjum við mikið upp úr því að bjóða fólki að smakka og prófa áður en það kaupir, auk þess sem við erum með annars konar þjónustu á borð við gleraugnadeild og sjónmælingar, apótek, dekkjaverkstæði og veitingatorg. Allt vinnur þetta saman að því að gera ferðina í Costco að ævintýri.“
Tengdar fréttir Koma Costco hefur áhrif á verðmat á bréfum í N1 Hagfræðideild Landsbankans hefur lækkað verðmat sitt á bréfum í olíufélaginu N1 úr 138,1 krónu á hlut í 132,9 krónur. 23. mars 2017 11:14 „Samkeppni í verslun á leið til landsins í fyrsta sinn í 1100 ár“ "Nú er viðskiptalíf á Íslandi í uppnámi enda margt að gerast. Stórverslanir eins og H&M og Costco eru komnar vel á veg með að opna útibú hér á landi. Þar fyrir utan hafa margir Íslingar tekið upp þann ósið að kaupa fatnað og annan óþarfa á Netinu,“ segir Þráinn Bertelsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, í hæðnum pistli á heimasíðu sinni sem ber fyrirsögnina Ógnin er yfirvofandi – vágestur á leið til landsins. 9. mars 2017 09:57 Engir mátunarklefar, öryggisvörður skoðar kvittun og tveir gestir velkomnir hjá Costco Lindex, Bauhaus, Dunkin' Donuts, McDonald's, Toys R Us og KFC settu Ísland á hliðina. 23. mars 2017 09:00 Costco samdi ekki við Olís um kaup á eldsneyti Olís mun ekki selja Costco á Íslandi eldsneyti og hefur Skeljungur því að öllum líkindum hreppt samninginn við bandaríska verslunarrisann. Ekki náðist í Valgeir Baldursson, forstjóra Skeljungs, við vinnslu fréttarinnar. 15. mars 2017 09:30 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Koma Costco hefur áhrif á verðmat á bréfum í N1 Hagfræðideild Landsbankans hefur lækkað verðmat sitt á bréfum í olíufélaginu N1 úr 138,1 krónu á hlut í 132,9 krónur. 23. mars 2017 11:14
„Samkeppni í verslun á leið til landsins í fyrsta sinn í 1100 ár“ "Nú er viðskiptalíf á Íslandi í uppnámi enda margt að gerast. Stórverslanir eins og H&M og Costco eru komnar vel á veg með að opna útibú hér á landi. Þar fyrir utan hafa margir Íslingar tekið upp þann ósið að kaupa fatnað og annan óþarfa á Netinu,“ segir Þráinn Bertelsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, í hæðnum pistli á heimasíðu sinni sem ber fyrirsögnina Ógnin er yfirvofandi – vágestur á leið til landsins. 9. mars 2017 09:57
Engir mátunarklefar, öryggisvörður skoðar kvittun og tveir gestir velkomnir hjá Costco Lindex, Bauhaus, Dunkin' Donuts, McDonald's, Toys R Us og KFC settu Ísland á hliðina. 23. mars 2017 09:00
Costco samdi ekki við Olís um kaup á eldsneyti Olís mun ekki selja Costco á Íslandi eldsneyti og hefur Skeljungur því að öllum líkindum hreppt samninginn við bandaríska verslunarrisann. Ekki náðist í Valgeir Baldursson, forstjóra Skeljungs, við vinnslu fréttarinnar. 15. mars 2017 09:30