Ford Mustang er mest seldi sportbíllinn í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 24. maí 2017 10:14 Ford Mustang að brenna gúmmíi. Sá sportbíll sem mest selst í Evrópu er ekki evrópskur, heldur bandarískur. Það er hinn goðsagnarkenndi Ford Mustang sem seldist í 15.000 eintökum í álfunni á síðasta ári. Ford Mustang er seldur í 140 löndum um heim allan og seldi Ford 150.000 eintök af bílnum um allan heim í fyrra. Mustang seldist best í Bretlandi af öllum löndum Evrópu í fyrra, eða í 4.500 eintökum. Hann er söluhæsti sportbíllinn í Frakklandi, Svíþjóð, Póllandi, Tékklandi, Ungverjalandi, Rúmeníu, Finnlandi og í Grikklandi. Hann er líka mest seldi sportbíllinn í Kína, en þar jókst sala hans um 74% á milli áranna 2015 og 2016. Á fyrstu þremur mánuðunum í þessu ári hefur Mustang selst í 3.600 eintökum í Evrópu og samkvæmt því er salan ekki að vaxa í ár, en ef sala hans er margfölduð út árið má búast við 14.400 bíla sölu í Evrópu í ár. Alls seldust 45.000 Mustang bílar utan Bandaríkjanna og Kanada í fyrra og því seldust 105.000 Mustang bílar í N-Ameríku í fyrra. Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent
Sá sportbíll sem mest selst í Evrópu er ekki evrópskur, heldur bandarískur. Það er hinn goðsagnarkenndi Ford Mustang sem seldist í 15.000 eintökum í álfunni á síðasta ári. Ford Mustang er seldur í 140 löndum um heim allan og seldi Ford 150.000 eintök af bílnum um allan heim í fyrra. Mustang seldist best í Bretlandi af öllum löndum Evrópu í fyrra, eða í 4.500 eintökum. Hann er söluhæsti sportbíllinn í Frakklandi, Svíþjóð, Póllandi, Tékklandi, Ungverjalandi, Rúmeníu, Finnlandi og í Grikklandi. Hann er líka mest seldi sportbíllinn í Kína, en þar jókst sala hans um 74% á milli áranna 2015 og 2016. Á fyrstu þremur mánuðunum í þessu ári hefur Mustang selst í 3.600 eintökum í Evrópu og samkvæmt því er salan ekki að vaxa í ár, en ef sala hans er margfölduð út árið má búast við 14.400 bíla sölu í Evrópu í ár. Alls seldust 45.000 Mustang bílar utan Bandaríkjanna og Kanada í fyrra og því seldust 105.000 Mustang bílar í N-Ameríku í fyrra.
Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent