Vaxtamunarviðskipti hefjast á ný eftir tíu mánaða frost Hörður Ægisson skrifar 24. maí 2017 08:00 Már Guðmundsson seðlabankastjór en eftir að Seðlabankinn virkjaði sérstakt fjárstreymistæki í júní 2016 stöðvaðist alfarið innflæði vegna vaxtamunarviðskipta. Innflæði fjármagns vegna fjárfestinga erlendra aðila í ríkisskuldabréfum er hafið á ný eftir að það stöðvaðist alfarið þegar Seðlabanki Íslands virkjaði sérstakt fjárstreymistæki í júní 2016. Í nýjum tölum um fjármagnsinnflæði vegna skráðra nýfjárfestinga, sem birtust í Peningamálum í síðustu viku, kemur fram að innflæði í ríkisskuldabréf hafi numið 1,6 milljörðum í aprílmánuði. Þá hefur Markaðurinn heimildir fyrir því að erlendir fjárfestingarsjóðir hafi fjárfest fyrir nokkra milljarða til viðbótar í ríkisskuldabréfum það sem af er þessum mánuði. Slík vaxtamunarviðskipti, þar sem aðdráttaraflið er einkum að hagnast á meira en 4 prósenta vaxtamun Íslands við útlönd, byrjuðu fyrst eftir að stjórnvöld kynntu áætlun sína um losun fjármagnshafta í júní 2015. Uppsafnað innflæði erlendra aðila í ríkisskuldabréf nam samanlagt um 80 milljörðum næstu tólf mánuðina á eftir, eða þangað til fjárstreymistæki Seðlabankans leit dagsins ljós. Þá var kveðið á um að 40 prósent af innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skuldabréfum þyrfti að binda í eitt ár á núll prósent vöxtum. Samtímis þessum nýju reglum stöðvuðust sem fyrr segir vaxtamunarviðskiptin en markmið þeirra var að tempra og hafa áhrif á samsetningu fjármagnsflæðis til landsins og stuðla að fjármálastöðugleika. Samkvæmt heimildum Markaðarins eru það sjóðir í stýringu Eaton Vance sem hafa staðið að baki fjárfestingum í ríkisskuldabréfum á síðustu vikum. Sjóðir félagsins hafa sem kunnugt er jafnframt fjárfest af miklum þunga í fjölmörgum skráðum félögum allt frá árinu 2015. Þótt erlendir fjárfestingarsjóðir séu að horfa til þess að geta ávaxtað fjármuni sína á háum vöxtum hér á landi þá eru það ekki síður væntingar um áframhaldandi gengisstyrkingu krónunnar sem ráða ákvörðun þeirra um að fjárfesta í íslenskum ríkisskuldabréfum. Þeir sjóðir sem keyptu skuldabréf í gegnum nýfjárfestingarleið Seðlabankans á seinni helmingi ársins 2015 fyrir samanlagt tugi milljarða hafa hagnast verulega á fjárfestingu sinni. Þannig gæti sá fjárfestingarsjóður, svo dæmi sé tekið, sem keypti fyrir um tíu milljarða í löngum ríkisskuldabréfum – RB31 – í ágúst 2015, jafnvirði um 68 milljóna evra á þáverandi gengi, selt þau bréf í dag og innleyst um 30 prósenta gengishagnað, eða sem nemur um 3 milljörðum. Þá væri hann að auki búinn að ávinna sér um einn milljarð króna í vaxtagreiðslur. Á sama tíma og það skrúfaðist fyrir innflæði erlendra aðila í ríkisskuldabréf um mitt síðasta ár þá hefur það aukist verulega í skráð hlutabréf í Kauphöllinni, ekki hvað síst á fyrstu mánuðum þessa árs. Þannig hafa erlendir sjóðir keypt í skráðum félögum fyrir um 19 milljarða á fyrstu fjórum mánuðum ársins borið saman við 11 milljarða á öllu árinu 2016.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
Innflæði fjármagns vegna fjárfestinga erlendra aðila í ríkisskuldabréfum er hafið á ný eftir að það stöðvaðist alfarið þegar Seðlabanki Íslands virkjaði sérstakt fjárstreymistæki í júní 2016. Í nýjum tölum um fjármagnsinnflæði vegna skráðra nýfjárfestinga, sem birtust í Peningamálum í síðustu viku, kemur fram að innflæði í ríkisskuldabréf hafi numið 1,6 milljörðum í aprílmánuði. Þá hefur Markaðurinn heimildir fyrir því að erlendir fjárfestingarsjóðir hafi fjárfest fyrir nokkra milljarða til viðbótar í ríkisskuldabréfum það sem af er þessum mánuði. Slík vaxtamunarviðskipti, þar sem aðdráttaraflið er einkum að hagnast á meira en 4 prósenta vaxtamun Íslands við útlönd, byrjuðu fyrst eftir að stjórnvöld kynntu áætlun sína um losun fjármagnshafta í júní 2015. Uppsafnað innflæði erlendra aðila í ríkisskuldabréf nam samanlagt um 80 milljörðum næstu tólf mánuðina á eftir, eða þangað til fjárstreymistæki Seðlabankans leit dagsins ljós. Þá var kveðið á um að 40 prósent af innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skuldabréfum þyrfti að binda í eitt ár á núll prósent vöxtum. Samtímis þessum nýju reglum stöðvuðust sem fyrr segir vaxtamunarviðskiptin en markmið þeirra var að tempra og hafa áhrif á samsetningu fjármagnsflæðis til landsins og stuðla að fjármálastöðugleika. Samkvæmt heimildum Markaðarins eru það sjóðir í stýringu Eaton Vance sem hafa staðið að baki fjárfestingum í ríkisskuldabréfum á síðustu vikum. Sjóðir félagsins hafa sem kunnugt er jafnframt fjárfest af miklum þunga í fjölmörgum skráðum félögum allt frá árinu 2015. Þótt erlendir fjárfestingarsjóðir séu að horfa til þess að geta ávaxtað fjármuni sína á háum vöxtum hér á landi þá eru það ekki síður væntingar um áframhaldandi gengisstyrkingu krónunnar sem ráða ákvörðun þeirra um að fjárfesta í íslenskum ríkisskuldabréfum. Þeir sjóðir sem keyptu skuldabréf í gegnum nýfjárfestingarleið Seðlabankans á seinni helmingi ársins 2015 fyrir samanlagt tugi milljarða hafa hagnast verulega á fjárfestingu sinni. Þannig gæti sá fjárfestingarsjóður, svo dæmi sé tekið, sem keypti fyrir um tíu milljarða í löngum ríkisskuldabréfum – RB31 – í ágúst 2015, jafnvirði um 68 milljóna evra á þáverandi gengi, selt þau bréf í dag og innleyst um 30 prósenta gengishagnað, eða sem nemur um 3 milljörðum. Þá væri hann að auki búinn að ávinna sér um einn milljarð króna í vaxtagreiðslur. Á sama tíma og það skrúfaðist fyrir innflæði erlendra aðila í ríkisskuldabréf um mitt síðasta ár þá hefur það aukist verulega í skráð hlutabréf í Kauphöllinni, ekki hvað síst á fyrstu mánuðum þessa árs. Þannig hafa erlendir sjóðir keypt í skráðum félögum fyrir um 19 milljarða á fyrstu fjórum mánuðum ársins borið saman við 11 milljarða á öllu árinu 2016.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira