Geysir bætir við sig verslun á Skólavörðustíg Ritstjórn skrifar 1. desember 2017 15:30 Myndir: Geysir Ný verslun Geysis opnar á Skólavörðustíg 12 í dag, Geysir Heima. Um er að ræða nýtt konsept hjá Geysi, sem nú hefur lagt áherslu á fatnað og tískuvöru en með Geysi Heima bætist nú við gjafavara, eins og rúmföt, bækur, kerti, keramík, plaköt og jafnvel reiðhjól. Verslunin mun bjóða bæði upp á íslenska og erlenda hönnun. Ný merki verða kynnt til leiks sem ekki hafa fengist áður á Íslandi, plaköt eftir íslenska listamenn sem framleidd eru fyrir Geysi, nýjar vörur frá Geysi og svo má lengi telja. Í kjallara verslunarinnar verið svo rekið nýtt lista- og hönnunargallerí, sem ber nafnið Kjallarinn. Með því vill Geysir koma til móts við íslenska listamenn og hönnuði varðandi skort á sýningarhúsnæði og bjóða upp á vettvang fyrir sýningar í þeim tilgangi að styrkja og styðja við íslenskan lista- og menningarheim. Verslunin verður ansi ólík öðrum Geysisverslunum og erum við hjá Glamour gríðarlega spenntar fyrir nýrri verslun í miðbæinn. Auður Ómarsdóttir verður fyrst til að sýna í Kjallaranum, þar sem hún opnar sýninguna Hliðstæður. Sýningin samanstendur af vísbendingum um ýmsar uppgötvanir listamannsins á árinu, og eru vísbendingarnar í formi ljósmynda, teikninga, hugmynda og ferðasagna. Geysir Heima mun opna dyr sínar kl 17 í dag fyrir gestum og gangandi. Léttar veitingar í boði. Kjörið er að kíkja við í bæjarröltinu og finna til nokkrar jólagjafir. Mest lesið Natacha Ramsay-Levi verður yfirhönnuður Chloé Glamour Chrissy Teigin viðurkennir að hafa farið í lýtaaðgerð Glamour Steldu stílnum hennar Hillary Clinton Glamour Fimm frábær lituð dagkrem Glamour Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour Viltu náttúrulega lengri augnhár? Glamour Hippaleg sumarlína frá Topshop Unique Glamour Kendall Jenner myndaði Ísold fyrir LOVE Magazine Glamour Sama forsíða hjá Vogue og W Magazine Glamour Balenciaga grípur til aðgerða eftir ásakanir um slæma meðferð á fyrirsætum Glamour
Ný verslun Geysis opnar á Skólavörðustíg 12 í dag, Geysir Heima. Um er að ræða nýtt konsept hjá Geysi, sem nú hefur lagt áherslu á fatnað og tískuvöru en með Geysi Heima bætist nú við gjafavara, eins og rúmföt, bækur, kerti, keramík, plaköt og jafnvel reiðhjól. Verslunin mun bjóða bæði upp á íslenska og erlenda hönnun. Ný merki verða kynnt til leiks sem ekki hafa fengist áður á Íslandi, plaköt eftir íslenska listamenn sem framleidd eru fyrir Geysi, nýjar vörur frá Geysi og svo má lengi telja. Í kjallara verslunarinnar verið svo rekið nýtt lista- og hönnunargallerí, sem ber nafnið Kjallarinn. Með því vill Geysir koma til móts við íslenska listamenn og hönnuði varðandi skort á sýningarhúsnæði og bjóða upp á vettvang fyrir sýningar í þeim tilgangi að styrkja og styðja við íslenskan lista- og menningarheim. Verslunin verður ansi ólík öðrum Geysisverslunum og erum við hjá Glamour gríðarlega spenntar fyrir nýrri verslun í miðbæinn. Auður Ómarsdóttir verður fyrst til að sýna í Kjallaranum, þar sem hún opnar sýninguna Hliðstæður. Sýningin samanstendur af vísbendingum um ýmsar uppgötvanir listamannsins á árinu, og eru vísbendingarnar í formi ljósmynda, teikninga, hugmynda og ferðasagna. Geysir Heima mun opna dyr sínar kl 17 í dag fyrir gestum og gangandi. Léttar veitingar í boði. Kjörið er að kíkja við í bæjarröltinu og finna til nokkrar jólagjafir.
Mest lesið Natacha Ramsay-Levi verður yfirhönnuður Chloé Glamour Chrissy Teigin viðurkennir að hafa farið í lýtaaðgerð Glamour Steldu stílnum hennar Hillary Clinton Glamour Fimm frábær lituð dagkrem Glamour Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour Viltu náttúrulega lengri augnhár? Glamour Hippaleg sumarlína frá Topshop Unique Glamour Kendall Jenner myndaði Ísold fyrir LOVE Magazine Glamour Sama forsíða hjá Vogue og W Magazine Glamour Balenciaga grípur til aðgerða eftir ásakanir um slæma meðferð á fyrirsætum Glamour