Það var slúðrað um að Diaz ætti að mæta veltivigtarmeistaranum Tyron Woodley á UFC 219 en svo sagt að það hefði ekki gengið upp út af vigtinni og svo hefði Diaz hafnað öllum bardögum sem UFC væri að bjóða honum.
Diaz setti inn myndband á Instagram af Dana að tala um hinn meinta bardaga og svo þegar Diaz gefur forsetanum hið fræga „Stockton slap“.
Undir skrifaði kappinn svo: „Haltu kjafti, tík. Þið eruð báðir þyrstir og af hverju ertu að ljúga?“
Diaz hefur ekki barist síðan hann tók seinni bardagann gegn Conor McGregor. Hann hefur verið með háar launakröfur og það er sögð vera ástæðan fyrir því að ekki hefur tekist að ná honum aftur í búrið.