Jaguar XE setur hraðamet á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2017 09:44 Jaguar XE Project 8. Jaguar framleiðir sérútgáfu af XE bíl sínum sem ber nafnið Project 8 og verður hann aðeins framleiddur í 300 eintökum. Bíllinn var prófaður á Nürburgring brautinni þýsku í vikunni og þar gerði hann sér lítið fyrir og sló hraðametið á meðal fjögurra sæta “saloon”-bíla og náði hann tímanum 7:21,23 mínútur. Til þess hafði hann reyndar talsvert afl því 5,0 lítra V8 vélin undir húddi hans er 600 hestöfl og er því þessi bíll öflugasta götulöglega framleiðslugerð Jaguar. Jaguar XE Project 8 er aðeins 3,3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 322 km/klst. Kaupendur Jaguar XE Project 8 geta valið um það að fá bílinn tveggja sæta og uppsettan fyrir brautarakstur eða sem fjögurra sæta götubíl. Kaupendur hans á meginlandi Evrópu geta fengið hann með stýrinu vinstra megin. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent
Jaguar framleiðir sérútgáfu af XE bíl sínum sem ber nafnið Project 8 og verður hann aðeins framleiddur í 300 eintökum. Bíllinn var prófaður á Nürburgring brautinni þýsku í vikunni og þar gerði hann sér lítið fyrir og sló hraðametið á meðal fjögurra sæta “saloon”-bíla og náði hann tímanum 7:21,23 mínútur. Til þess hafði hann reyndar talsvert afl því 5,0 lítra V8 vélin undir húddi hans er 600 hestöfl og er því þessi bíll öflugasta götulöglega framleiðslugerð Jaguar. Jaguar XE Project 8 er aðeins 3,3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 322 km/klst. Kaupendur Jaguar XE Project 8 geta valið um það að fá bílinn tveggja sæta og uppsettan fyrir brautarakstur eða sem fjögurra sæta götubíl. Kaupendur hans á meginlandi Evrópu geta fengið hann með stýrinu vinstra megin.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent