Lífið

Safnað fyrir túlkaþjónustu fyrir Áslaugu Ýr í Crossfit

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Vegna stjórnarslitanna féll Ísland í dag niður á Stöð 2 í kvöld.

Áslaug Ýr æfir í Crossfit XY í Garðabæ en á sunnudag stendur til að halda viðburð til styrktar henni, svo að hún geti haldið áfram að æfa og lifað lífi á mannsæmandi hátt.

Áslaug Ýr fór í mál við ríkið eftir að henni var synjað um túlkaþjónustu þegar hún fór í sumarbúðir í Svíþjóð fyrir fólk með sjón- og heyrnaskerðingu.

„Okkur fannst svolítið sárt að hún fengi ekki þessa þjónustu því við þekkjum hana.Við vitum hvað hún er öflug og hvað það er gaman að vera með henni en þessi túlkþjónusta er algjörlega lykilatriði í því að hún geti tekið þátt í því sem er að gerast, bæði á svona sumarnámskeiði  eða hérna á æfingu hjá okkur,“ segir Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir eigandi Crossfit XY.

Viðtalið við Áslaugu Ýr má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.