Óvæntar myndir af nýjum Volvo XC40 Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2017 09:57 Hinn nýi Volvo XC40. Svo virðist sem Volvo hafi óvart lekið myndum út af nýjum Volvo XC40 bíl, en það var Volvo í Ungverjalandi sem birti þessar myndir af bílnum, væntanlega í óþökk höfuðstöðva Volvo. Á þessum myndum af bílnum að dæma virðist hann mjög líkur tilraunabílnum 40.1 Concept, sem ljóst var að væri fyrirmyndin af nýjum XC40 bíl. Helsta breytingin frá tilraunabílnum eru þær að innfelldir hurðahúnar á framhurðunum eru horfnir og hefðbundnir útstandandi húnar komnir í staðinn. Breyting sem mátti vænta til að spara kostnað. Þá voru hurðarhúnarrnir á afturhurðunum faldir og staðsettir ofarlega á hurðunum, en nú staðsettir á hefðbundnum stað. Þá voru engir hliðarspeglar á tilraunabílnum, en í þeirra stað myndavélar. Nú eru hinsvegar komnir hefðbundnir hliðarspeglar, væntanlega einnig til að spara í framleiðslu bílsins en einnig til að hlýta lögum í þeim löndum sem bíllinn verður seldur í. Örlitlar breytingar eru á grillinu og ljósunum, en vart greinanlegar. Að innan minnir nýr XC40 á innréttingu S90/V90 bílsins, en fjær útlitinu á XC60 og XC90. Hulunni verður svipt af nýjum XC40 bíl næsta fimmtudag í Volvo Studio í Mílanó. Meðal aflrása í bílnum verður T5 útgáfa með 1,5 lítra vél með forþjöppu og rafmótora að auki. Samskonar öryggisbúnaður verður í XC40 og stærri bræðrunum XC60 og XC90. Síðan er meiningin hjá Volvo að smíða enn minni jeppling sem bera mun nafnið XC20, en það verður að bíða í nokkur ár eftir honum.Afturhluti bílsins.Innanborðs. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent
Svo virðist sem Volvo hafi óvart lekið myndum út af nýjum Volvo XC40 bíl, en það var Volvo í Ungverjalandi sem birti þessar myndir af bílnum, væntanlega í óþökk höfuðstöðva Volvo. Á þessum myndum af bílnum að dæma virðist hann mjög líkur tilraunabílnum 40.1 Concept, sem ljóst var að væri fyrirmyndin af nýjum XC40 bíl. Helsta breytingin frá tilraunabílnum eru þær að innfelldir hurðahúnar á framhurðunum eru horfnir og hefðbundnir útstandandi húnar komnir í staðinn. Breyting sem mátti vænta til að spara kostnað. Þá voru hurðarhúnarrnir á afturhurðunum faldir og staðsettir ofarlega á hurðunum, en nú staðsettir á hefðbundnum stað. Þá voru engir hliðarspeglar á tilraunabílnum, en í þeirra stað myndavélar. Nú eru hinsvegar komnir hefðbundnir hliðarspeglar, væntanlega einnig til að spara í framleiðslu bílsins en einnig til að hlýta lögum í þeim löndum sem bíllinn verður seldur í. Örlitlar breytingar eru á grillinu og ljósunum, en vart greinanlegar. Að innan minnir nýr XC40 á innréttingu S90/V90 bílsins, en fjær útlitinu á XC60 og XC90. Hulunni verður svipt af nýjum XC40 bíl næsta fimmtudag í Volvo Studio í Mílanó. Meðal aflrása í bílnum verður T5 útgáfa með 1,5 lítra vél með forþjöppu og rafmótora að auki. Samskonar öryggisbúnaður verður í XC40 og stærri bræðrunum XC60 og XC90. Síðan er meiningin hjá Volvo að smíða enn minni jeppling sem bera mun nafnið XC20, en það verður að bíða í nokkur ár eftir honum.Afturhluti bílsins.Innanborðs.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent