Körfubolti

Njarðvíkingar búnir að finna sér Bandaríkjamann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Terrell Vinson í leik með Massachusetts-háskólanum.
Terrell Vinson í leik með Massachusetts-háskólanum. vísir/getty
Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við Bandaríkjamanninn Terrell Vinson um að leika með liðinu í Domino's deild karla í vetur.

Vinson, sem er 27 ára gamall framherji, var í Massachusetts-háskólanum. Á síðasta ári ári sínu hjá UMASS var Vinson með 12,3 stig og 3,9 fráköst að meðaltali í leik.

Eftir að Vinson útskrifaðist úr UMASS hefur hann leikið á Spáni, í Rúmeníu og Finnlandi.

„Það verður gott að hafa hreyfanlegan mann í kringum Ragnar [Nathanaelsson] í teignum og við væntum mikils af Vinson þar sem hann hefur þegar fengið dágóða reynslu úr heimi atvinnumennskunnar,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, í samtali við heimasíðu félagsins.

Njarðvík endaði í 9. sæti Domino's deildarinnar á síðasta tímabili og komst ekki í úrslitakeppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×