EQA rafmagnsbíll Benz frumsýndur í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2017 09:08 Mercedes Benz EQA hugmyndabíllinn. Mercedes-Benz kynnti hugmyndabíl á bílasýningunni í Frankfurt í gær sem ber nafnið EQA og er hreinn rafbíll sem kemst 400 km á fullri hleðslu. Bíllinn er framúrstefnulegur í hönnun og 5 dyra stallbakur. EQA er með tvo rafmótora sem framleiða samtals 200 kW af hreinu afli til hjólanna. Mercedes-Benz kynnti vörumerkið EQ á bílasýningunni í París í fyrrahaust en það nær yfir alla rafbíla þýska lúxusbílaframleiðandans. Mercedes-Benz EQA hugmyndabíllinn mun koma á markað árið 2020 og verður þá annar bíllinn í röðinni af 10 hreinum rafbílum sem Mercedes-Benz mun kynna á næstu 5 árum. EQA fylgir í fótspor fjórhjóladrifna sportjeppans Generation EQ sem kynntur var í París í fyrra og kemur á markað árið 2019. Plug-in Hybrid bílar Mercedes-Benz verða einnig framleiddir undir merkjum EQ. Mercedes-Benz hefur ákveðið að fjárfesta af miklum þunga í rafbílum og rafhlöðutækni. Í byggingu er 55 milljarða króna risarafhlöðuverksmiðja Mercedes-Benz í Þýskalandi. Þá er unnið hörðum höndum að því að lækka verð á rafhlöðum enn frekar. Talið er að framleiðslukostnaðurinn á rafhlöðum verði innan tveggja ára aðeins 10% af því sem hann var árið 2012. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent
Mercedes-Benz kynnti hugmyndabíl á bílasýningunni í Frankfurt í gær sem ber nafnið EQA og er hreinn rafbíll sem kemst 400 km á fullri hleðslu. Bíllinn er framúrstefnulegur í hönnun og 5 dyra stallbakur. EQA er með tvo rafmótora sem framleiða samtals 200 kW af hreinu afli til hjólanna. Mercedes-Benz kynnti vörumerkið EQ á bílasýningunni í París í fyrrahaust en það nær yfir alla rafbíla þýska lúxusbílaframleiðandans. Mercedes-Benz EQA hugmyndabíllinn mun koma á markað árið 2020 og verður þá annar bíllinn í röðinni af 10 hreinum rafbílum sem Mercedes-Benz mun kynna á næstu 5 árum. EQA fylgir í fótspor fjórhjóladrifna sportjeppans Generation EQ sem kynntur var í París í fyrra og kemur á markað árið 2019. Plug-in Hybrid bílar Mercedes-Benz verða einnig framleiddir undir merkjum EQ. Mercedes-Benz hefur ákveðið að fjárfesta af miklum þunga í rafbílum og rafhlöðutækni. Í byggingu er 55 milljarða króna risarafhlöðuverksmiðja Mercedes-Benz í Þýskalandi. Þá er unnið hörðum höndum að því að lækka verð á rafhlöðum enn frekar. Talið er að framleiðslukostnaðurinn á rafhlöðum verði innan tveggja ára aðeins 10% af því sem hann var árið 2012.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent