Tivoli XLV, nýjasti sportjeppinn frá SsangYong, var frumsýndur hjá Bílabúð Benna nú á dögunum og vakti hann mikla athygli. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að fjöldi manns hafi tekið hann til kostanna að undanförnu og margar fjölskyldur sett hann á óskalista sinn í kjölfarið, enda sé leitun að eins vel búnum sportjeppa á jafn góðu verði.
Þá kemur fram að afhending á fyrsta Tivoli XLV sportjeppanum hafi átt sér stað fyrir skömmu og ljóst sé af framansögðu að margir eiga eftir að sigla í kjölfarið.
Fyrsti Tivoli XLV afhentur
