Heimir: Er ekki þannig gerður að ég muni stökkva frá borði þótt eitthvað bjóðist á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2017 19:37 Heimir Guðjónsson hefði viljað ljúka þjálfaraferlinum hjá FH á annan hátt. Hann segir að það hafi verið afrek að tryggja liðinu Evrópusæti í sumar. Heimir gerði tveggja ára samning við færeyska liðið HB á dögunum. Heimir var í viðtali hjá Herði Magnússyni í kvöldfréttum Stöðvar tvö þar sem hann gerði upp kveðjustund sína og FH-inga. Það kom mörgum á óvart að Heimir skyldi semja við HB í Færeyjum en staða hans var þröng eftir að samningi hans hjá FH var sagt upp í byrjun október. „HB er það lið sem hefur unnið flesta titla i Færeyjum eða 22 titla. Það er alltaf gerð krafa á árangur þarna og mér finnst gott að vinna í svoleiðis umhverfi,“ sagði Heimir. Heimir útilokar að þjálfa á Íslandi næsta sumar. Hann gerði tveggja ára samning. „Ég ræddi það við forráðamenn HB að ég myndi ekki fara að stökkva frá borði þó að það byðist eitthvað á Íslandi. Ég er ekki þannig gerður. Ég held að það sé miklu betra fyrir mig að klára þetta verkefni og sjá svo til hvað sé í boði eftir það,“ sagði Heimir. Heimir segist að hafa viljað ljúka ferlinum á annan hátt hjá FH. „Auðvitað hefði maður viljað eftir 17 ár að það hefði verið að ljúka þessu betur. Það gerðist ekki en ég lít bara fram á veginn. Ef ég ætlaði að fara að hugsa of mikið um þetta þá myndi ég bara kæfa sjálfan mig,“ sagði Heimir. Hann segir ennfremur að það hafi verið afrek að ná Evrópusæti með FH í sumar. „Á endanum tel ég það að það hafi verið þjálffræðilegt afrek að koma þessu liði inn í Evrópukeppnina. Miðað við það sem gekk á en núna tekur bara nýr þjálfari við og ég ætla að vona að FH gangi vel í framtíðinni,“ sagði Heimir. Er erfitt á milli hans og formannsins Jóns Rúnars Halldórssonar „Það er ekkert erfitt á milli en eins og ég sagði áðan þá hefði ég viljað að þetta hefði endað betur. Hann bara vinnur sína vinnu og ég vinn mína vinnu. Svo heldur bara lífið áfram,“ sagði Heimir. Það má horfa á alla frétt Heimis í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Valur tímabundið á toppinn Handbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
Heimir Guðjónsson hefði viljað ljúka þjálfaraferlinum hjá FH á annan hátt. Hann segir að það hafi verið afrek að tryggja liðinu Evrópusæti í sumar. Heimir gerði tveggja ára samning við færeyska liðið HB á dögunum. Heimir var í viðtali hjá Herði Magnússyni í kvöldfréttum Stöðvar tvö þar sem hann gerði upp kveðjustund sína og FH-inga. Það kom mörgum á óvart að Heimir skyldi semja við HB í Færeyjum en staða hans var þröng eftir að samningi hans hjá FH var sagt upp í byrjun október. „HB er það lið sem hefur unnið flesta titla i Færeyjum eða 22 titla. Það er alltaf gerð krafa á árangur þarna og mér finnst gott að vinna í svoleiðis umhverfi,“ sagði Heimir. Heimir útilokar að þjálfa á Íslandi næsta sumar. Hann gerði tveggja ára samning. „Ég ræddi það við forráðamenn HB að ég myndi ekki fara að stökkva frá borði þó að það byðist eitthvað á Íslandi. Ég er ekki þannig gerður. Ég held að það sé miklu betra fyrir mig að klára þetta verkefni og sjá svo til hvað sé í boði eftir það,“ sagði Heimir. Heimir segist að hafa viljað ljúka ferlinum á annan hátt hjá FH. „Auðvitað hefði maður viljað eftir 17 ár að það hefði verið að ljúka þessu betur. Það gerðist ekki en ég lít bara fram á veginn. Ef ég ætlaði að fara að hugsa of mikið um þetta þá myndi ég bara kæfa sjálfan mig,“ sagði Heimir. Hann segir ennfremur að það hafi verið afrek að ná Evrópusæti með FH í sumar. „Á endanum tel ég það að það hafi verið þjálffræðilegt afrek að koma þessu liði inn í Evrópukeppnina. Miðað við það sem gekk á en núna tekur bara nýr þjálfari við og ég ætla að vona að FH gangi vel í framtíðinni,“ sagði Heimir. Er erfitt á milli hans og formannsins Jóns Rúnars Halldórssonar „Það er ekkert erfitt á milli en eins og ég sagði áðan þá hefði ég viljað að þetta hefði endað betur. Hann bara vinnur sína vinnu og ég vinn mína vinnu. Svo heldur bara lífið áfram,“ sagði Heimir. Það má horfa á alla frétt Heimis í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Valur tímabundið á toppinn Handbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira