Kosningar Óttar Guðmundsson skrifar 28. október 2017 07:00 Ég kaus fyrst í Alþingiskosningum árið 1971. Hannibal Valdimarsson hafði klofið sig út úr Alþýðubandalaginu og stofnað Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Mér féll vel eldmóður og kjarkur Hannibals og kaus hann með bros á vör. Nokkru síðar voru bæði flokkurinn og Hannibal horfnir af sjónarsviðinu. Síðan hef ég kosið flestöll alvöru framboðin nema Framsóknarflokkinn. Einu sinni kaus ég meira að segja Sjálfstæðisflokkinn af fjölskylduástæðum. Sem gömlum vinstri manni þótti mér erfitt að krossa við D og óttaðist að höndin sem hélt á blýantinum mundi visna. Yfirstandandi kosningabarátta hefur verið bragðdauf. Flokkarnir eru sammála um flest. Allir vilja byggja upp heilbrigðis- og menntakerfið, fjölga sálfræðingum og leysa húsnæðisvandann. Menn hafa komið sér saman um að fjalla hvorki um innflytjendamál né uppreist æru. Þokukenndur ágreiningur um skattamál svífur yfir vötnum. Baráttan er í beinni útsendingu þar sem allir hafa síma og taka upp öll skringilegheit og setja á heimsvefinn. Frambjóðendur eru stöðugt að beiðast afsökunar á einhverju sem þeir sögðu í hita leiksins. Menn ráða ekkert við þennan nýja hóp kjósenda sem er alltaf móðgaður fyrir sína hönd eða annarra. Ekki veit ég hvernig hinum hvatvísa og kjarkaða Hannibal hefði fallið þessi kosningabarátta. Enginn þorir að tala frá hjartanu eða misstíga sig af ótta við veraldarvefinn. Hannibal hefði ofboðið varfærni frambjóðenda sem eru hver öðrum fyrirsjáanlegri. Baráttan minnir á keppni auglýsingahönnuða á iðnsýningu þar sem jakkafataklæddir menn og konur keppast við að selja áhorfendum nokkra mismunandi bragðlausa vanillubúðinga án hitaeininga. Áhugalausir kjósendur eru tvístígandi enda er þetta kannski allt saman sami búðingurinn þegar öllu er á botninn hvolft. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Óttar Guðmundsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Ég kaus fyrst í Alþingiskosningum árið 1971. Hannibal Valdimarsson hafði klofið sig út úr Alþýðubandalaginu og stofnað Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Mér féll vel eldmóður og kjarkur Hannibals og kaus hann með bros á vör. Nokkru síðar voru bæði flokkurinn og Hannibal horfnir af sjónarsviðinu. Síðan hef ég kosið flestöll alvöru framboðin nema Framsóknarflokkinn. Einu sinni kaus ég meira að segja Sjálfstæðisflokkinn af fjölskylduástæðum. Sem gömlum vinstri manni þótti mér erfitt að krossa við D og óttaðist að höndin sem hélt á blýantinum mundi visna. Yfirstandandi kosningabarátta hefur verið bragðdauf. Flokkarnir eru sammála um flest. Allir vilja byggja upp heilbrigðis- og menntakerfið, fjölga sálfræðingum og leysa húsnæðisvandann. Menn hafa komið sér saman um að fjalla hvorki um innflytjendamál né uppreist æru. Þokukenndur ágreiningur um skattamál svífur yfir vötnum. Baráttan er í beinni útsendingu þar sem allir hafa síma og taka upp öll skringilegheit og setja á heimsvefinn. Frambjóðendur eru stöðugt að beiðast afsökunar á einhverju sem þeir sögðu í hita leiksins. Menn ráða ekkert við þennan nýja hóp kjósenda sem er alltaf móðgaður fyrir sína hönd eða annarra. Ekki veit ég hvernig hinum hvatvísa og kjarkaða Hannibal hefði fallið þessi kosningabarátta. Enginn þorir að tala frá hjartanu eða misstíga sig af ótta við veraldarvefinn. Hannibal hefði ofboðið varfærni frambjóðenda sem eru hver öðrum fyrirsjáanlegri. Baráttan minnir á keppni auglýsingahönnuða á iðnsýningu þar sem jakkafataklæddir menn og konur keppast við að selja áhorfendum nokkra mismunandi bragðlausa vanillubúðinga án hitaeininga. Áhugalausir kjósendur eru tvístígandi enda er þetta kannski allt saman sami búðingurinn þegar öllu er á botninn hvolft. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun