Ellingsen valið umboð ársins í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2017 12:00 Á myndinni eru Arnar Bergmann sölustjóri og Bjarni Ármansson eigandi Ellingsen ehf ásamt stjórnendum BRP. Fyrir skömmu hélt leiktækjaframleiðandinn Bombardier Recreational Products (BRP) upp á 50 ára afmæli Lynx vélsleðanna í heimabæ Lynx, Rovaniemi í Finlandi. Við þetta tækifæri voru 2018 árgerðirnar af Lynx og Ski Doo vélsleðum kynnt til sögunnar. Margar nýjungar er þar að finna enda hefur BRP verið fremst í flokki framleiðenda í þessum flokki ökutækja þegar kemur að tækninýjungum. Mesta athygli vakti nýr ræsibúnaður sem gengur undir nafninu SHOT. Um er að ræða byltingarkennda leið til að ræsa tvígengisvél án þess að burðast með þungann ræsi og rafhlöðu. Tæknin virkar þannig að kveikjuspóla vélarinnar er nýtt sem ræsir í stað þess að bera þungann utanáliggjandi ræsi. Spólan hleður rafstraum inn á léttann ofurþétti, í stað rafhlöðu sem geymir nægjanlega hleðslu til að ræsa vélina þegar straumnum er hleypt tilbaka í kveikjuspóluna. Þyngdarmunurinn á þessu búnaði og hefðbundum ræsikerfum vélsleða er allt að 10 kg. Í iðnaði þar sem framleiðendur keppast um hvert gramm skapar þessi tækni forskot sem erfitt verður að jafna. Við sama tækifæri heiðraði BRP umboðsmenn sína fyrir góðan árangur í starfi og hlotnaðist Ellingsen ehf, umboðsaðila BRP á Íslandi, sá heiður að vera valið umboð ársins í Evrópu. Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent
Fyrir skömmu hélt leiktækjaframleiðandinn Bombardier Recreational Products (BRP) upp á 50 ára afmæli Lynx vélsleðanna í heimabæ Lynx, Rovaniemi í Finlandi. Við þetta tækifæri voru 2018 árgerðirnar af Lynx og Ski Doo vélsleðum kynnt til sögunnar. Margar nýjungar er þar að finna enda hefur BRP verið fremst í flokki framleiðenda í þessum flokki ökutækja þegar kemur að tækninýjungum. Mesta athygli vakti nýr ræsibúnaður sem gengur undir nafninu SHOT. Um er að ræða byltingarkennda leið til að ræsa tvígengisvél án þess að burðast með þungann ræsi og rafhlöðu. Tæknin virkar þannig að kveikjuspóla vélarinnar er nýtt sem ræsir í stað þess að bera þungann utanáliggjandi ræsi. Spólan hleður rafstraum inn á léttann ofurþétti, í stað rafhlöðu sem geymir nægjanlega hleðslu til að ræsa vélina þegar straumnum er hleypt tilbaka í kveikjuspóluna. Þyngdarmunurinn á þessu búnaði og hefðbundum ræsikerfum vélsleða er allt að 10 kg. Í iðnaði þar sem framleiðendur keppast um hvert gramm skapar þessi tækni forskot sem erfitt verður að jafna. Við sama tækifæri heiðraði BRP umboðsmenn sína fyrir góðan árangur í starfi og hlotnaðist Ellingsen ehf, umboðsaðila BRP á Íslandi, sá heiður að vera valið umboð ársins í Evrópu.
Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent