Lífið

Myndaveisla úr Herjólfsdal: Sumir parketleggja hvítu tjöldin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frábær stemning í dalnum í gær.
Frábær stemning í dalnum í gær. Vísir/óskar
Í gær gengu flestir Eyjamenn frá hvítu tjöldunum í Herjólfsdag og það oft hægara sagt en gert. Það þarf að setja upp dúkinn, teppaleggja og sumir jafnvel parketlögðu.

Margir Eyjamenn skreyta hústjöld sín á margvíslegan hátt og hengja upp myndir. Hvítu tjöldin setja mikinn svið á Þjóðhátíð um hvert ár og skapast skemmtileg stemning þar.

Á ellefta tímanum í gærkvöldi var myllan, Moulin Rouge, vígð eina ferðina enn. Núna er búið að færa hana og er hún komin innan um tjöld gesta ofan af landi og á bakhlið myllunnar eru hvít ljós til að auka lýsingu á svæðinu. 

Jóhann Pétursson formaður ÍBV hélt ræðu eins og um hvert ár og skemmtu gestir sér vel.

Vígslunni lauk með flugeldasýningu. Stuttu seinna var vígsla vitans. Þar voru fluttar tvær ræður, önnur af félaga úr Vinum Ketils bónda og séra Viðar flutti blessunar orð.

Síðan fór Húkkaraballið fram í gær og þótti það heppnast mjög vel. Óskar Pétur Friðriksson var á svæðinu í gær og tók þessar skemmtilegu myndir úr Herjólfsdal en sjá má þær hér að neðan.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.