Síðasta kynslóðin Bergur Ebbi skrifar 4. ágúst 2017 06:00 Það sem sameinar hugsuði úr öllum kimum samfélagsins er að vilja skilgreina nýja kynslóð. Skáldin vilja gera það, stjórnmálastéttin líka að ógleymdu markaðsfólkinu sem elskar að þrusa út glæru eftir glæru um ufsilón-kynslóðina, zeta-kynslóðina eða hvers vegna baby-boom kynslóðin elskar Ford Explorer jeppa. Ég er engin undantekning. Ég hef oft hugsað um hvaða kynslóð ég tilheyri og hvort hún hafi nægilega skýra rödd og sérkenni. En hvað skilgreinir kynslóðir? Það má líta á það frá ýmsum hliðum og þó maður þurfi að taka sem flesta þætti inn í heildarjöfnuna þá hefur hver höfundur sitt lag á að finna útgangspunkt. Sjálfum finnst mér mest upplýsandi að nálgast kynslóðasögu síðustu áratuga út frá tækni. Hinn eiginlegi nútími, meðal annars innkoma módernisma í listum, er stundum talin hefjast með heimstyrjöldinni fyrri. Þegar tækni breytti stríðsrekstri þannig að allir voru þátttakendur og óbreyttir borgarar féllu jafnt sem hermenn. Tækni átti síðar eftir að draga fólk enn meira inn í stríð með sjónvarpsútsendingum og sífelldri miðlun þjáningar og hörmunga. Tæknin molaði sundur borgaramenninguna, fremur en nokkuð annað. Það var tækni sem gerði tónlist kleift að þróast á 7. áratugnum, það var líka tæknilegt ferli að baki þróun á fíkniefnum sem breytti skynjun fólks á þeirri sömu tónlist. Það voru tækni og vísindi sem bjuggu til getnaðarvarnarpilluna, atómsprengjuna og allt hitt sem mótað hefur sérkenni kynslóða. Það er staðreynd að kynslóðir mótast af tækni. Hvort tækninýjungarnar hafi komið vegna breyttra lífshátta, eða öfugt, er svo klassísk spurning um hænuna og eggið sem óþarfi er að svara hér. Hér er tæknin aðeins notuð sem linsa til að kanna annan punkt. Í kynslóðafræðum birtist líka sú hugmynd að hver kynslóð berjist fyrir sérkennum sínum til að öðlast tilverurétt. Eldri kynslóðir eru síður en svo að fara að breyta háttum sínum. Öskrandi Jim Morrison í leðurbuxum var aldrei að fara að sannfæra pabba sinn, sjóhers-aðmírálinn, um að gera slíkt hið sama. Hver kynslóð gerir sitt, og það gerir hana raunverulega. Og hver kynslóð átti sína tækninýjung til að miðla hugmyndum sínum. Við vorum með heila kynslóð sem sótti sérkenni sín og heimsmynd í plötuspilarann; kynslóð sem sat undir súð í vinnubuxum og reykti pípu í Pink Floyd móðu, svo aðra sem mótaðist af áhorfi á síbylgju MTV og tilviljunarkennt úrval slagsmálamynda á VHS og að lokum tölvuleikjakynslóð, LANara, irc-ara og aðra frumkvöðla internetmenningar. Og svo er það snjallsímakynslóðin, börnin sem þekkja ekkert nema sítengingu. Sítenging mun móta þau frekar en nokkuð annað – Z-kynslóðina, eins og markaðsfræðingar kalla þá kynslóð sem ekki hefur neina reynslu af að búa í heimi sem ekki er sítengdur. En hér hikstar kerfið. Pabbi Jim Morrison tók aldrei LSD en foreldrar snjallsímakrakkanna eru líka með snjallsíma. Og ekki bara það. Þau eru að mestu leyti jafn mótuð af honum og þeir sem þekkja ekkert annað. Þau eru vissulega mótuð af ýmsu öðru – en sítengingin er ekki eins og hver önnur tækninýjung. Sítengingin er hlekkur kynslóða við allar aðrar kynslóðir. Sítengingin færir ekki aðeins lifandi fólk saman, heldur lifandi við dauða og lifandi við ófædda. Snjallsímakynslóðin er síðasta kynslóðin og það tilheyra henni allir nú þegar. Þetta eru stór orð. En veltið þessu aðeins fyrir ykkur. Það er ekki lengur ráðrúm fyrir hverja kynslóð að hafa sitt siðferði. Það kemst enginn upp með að vera með gamaldags skoðanir þó hann sé fæddur fyrir meira en hálfri öld því þær skoðanir fæðast ekki bara og deyja í heita pottinum heldur skríða þær upp um alla veggi, verða fyrir skjáskoti og dreifast þaðan inn í vitund fjöldans. Eða öfugt. Nýstárleg hugmynd úr hópi þeirra yngstu fær ekki lengur að fóstrast og vaxa aðeins þar. Hún gerir það fyrir augum eldri kynslóða. Þetta snýst ekki lengur um að vera framsækinn eða gamaldags. Áður voru gildi og hugsjónir að miklu leyti bundin við aldur. Eldri hneyksluðust á yngri og yngri hneyksluðust á eldri. Pabbi Jim Morrison hneykslaðist á síðu hári og friðarást en blómabörn hneyksluðust á þjóðernisást og herskyldu. En í fyrsta skipti í sögunni hefur nú hvert mannsbarn, sem einstaklingur en ekki sem hluti af kynslóð, möguleikann á því að dæma sjálfur hvor hugmyndin sé réttari. Það eru ekki lengur kynslóðir. Það eru bara hópar og straumar, sem vinna lóðrétt á aldursbil. Fyrir mér segir það ekkert þó að stjórnmálaflokkur tefli fram fólki sem fætt er eftir 1980, það fólk getur allt eins átt meiri samleið með pabba Jim Morrison – sem þarf ekkert að vera slæmt því í þessu nýja kerfi er varla hægt að tala um að hugmyndir séu gamaldags eða nýstárlegar. Það er svo auðvelt að vera nýstárlegur, bara tjúna inn og gerast áskrifandi að því sem trendar hverju sinni. Siðferðisþrek verður alltaf eftirsóknarvert, en það mun ekki fóstrast innan ákveðinna aldursbila lengur. Það er úrelt hugsun, og kannski eina hugsunin sem er í raun og veru gamaldags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun
Það sem sameinar hugsuði úr öllum kimum samfélagsins er að vilja skilgreina nýja kynslóð. Skáldin vilja gera það, stjórnmálastéttin líka að ógleymdu markaðsfólkinu sem elskar að þrusa út glæru eftir glæru um ufsilón-kynslóðina, zeta-kynslóðina eða hvers vegna baby-boom kynslóðin elskar Ford Explorer jeppa. Ég er engin undantekning. Ég hef oft hugsað um hvaða kynslóð ég tilheyri og hvort hún hafi nægilega skýra rödd og sérkenni. En hvað skilgreinir kynslóðir? Það má líta á það frá ýmsum hliðum og þó maður þurfi að taka sem flesta þætti inn í heildarjöfnuna þá hefur hver höfundur sitt lag á að finna útgangspunkt. Sjálfum finnst mér mest upplýsandi að nálgast kynslóðasögu síðustu áratuga út frá tækni. Hinn eiginlegi nútími, meðal annars innkoma módernisma í listum, er stundum talin hefjast með heimstyrjöldinni fyrri. Þegar tækni breytti stríðsrekstri þannig að allir voru þátttakendur og óbreyttir borgarar féllu jafnt sem hermenn. Tækni átti síðar eftir að draga fólk enn meira inn í stríð með sjónvarpsútsendingum og sífelldri miðlun þjáningar og hörmunga. Tæknin molaði sundur borgaramenninguna, fremur en nokkuð annað. Það var tækni sem gerði tónlist kleift að þróast á 7. áratugnum, það var líka tæknilegt ferli að baki þróun á fíkniefnum sem breytti skynjun fólks á þeirri sömu tónlist. Það voru tækni og vísindi sem bjuggu til getnaðarvarnarpilluna, atómsprengjuna og allt hitt sem mótað hefur sérkenni kynslóða. Það er staðreynd að kynslóðir mótast af tækni. Hvort tækninýjungarnar hafi komið vegna breyttra lífshátta, eða öfugt, er svo klassísk spurning um hænuna og eggið sem óþarfi er að svara hér. Hér er tæknin aðeins notuð sem linsa til að kanna annan punkt. Í kynslóðafræðum birtist líka sú hugmynd að hver kynslóð berjist fyrir sérkennum sínum til að öðlast tilverurétt. Eldri kynslóðir eru síður en svo að fara að breyta háttum sínum. Öskrandi Jim Morrison í leðurbuxum var aldrei að fara að sannfæra pabba sinn, sjóhers-aðmírálinn, um að gera slíkt hið sama. Hver kynslóð gerir sitt, og það gerir hana raunverulega. Og hver kynslóð átti sína tækninýjung til að miðla hugmyndum sínum. Við vorum með heila kynslóð sem sótti sérkenni sín og heimsmynd í plötuspilarann; kynslóð sem sat undir súð í vinnubuxum og reykti pípu í Pink Floyd móðu, svo aðra sem mótaðist af áhorfi á síbylgju MTV og tilviljunarkennt úrval slagsmálamynda á VHS og að lokum tölvuleikjakynslóð, LANara, irc-ara og aðra frumkvöðla internetmenningar. Og svo er það snjallsímakynslóðin, börnin sem þekkja ekkert nema sítengingu. Sítenging mun móta þau frekar en nokkuð annað – Z-kynslóðina, eins og markaðsfræðingar kalla þá kynslóð sem ekki hefur neina reynslu af að búa í heimi sem ekki er sítengdur. En hér hikstar kerfið. Pabbi Jim Morrison tók aldrei LSD en foreldrar snjallsímakrakkanna eru líka með snjallsíma. Og ekki bara það. Þau eru að mestu leyti jafn mótuð af honum og þeir sem þekkja ekkert annað. Þau eru vissulega mótuð af ýmsu öðru – en sítengingin er ekki eins og hver önnur tækninýjung. Sítengingin er hlekkur kynslóða við allar aðrar kynslóðir. Sítengingin færir ekki aðeins lifandi fólk saman, heldur lifandi við dauða og lifandi við ófædda. Snjallsímakynslóðin er síðasta kynslóðin og það tilheyra henni allir nú þegar. Þetta eru stór orð. En veltið þessu aðeins fyrir ykkur. Það er ekki lengur ráðrúm fyrir hverja kynslóð að hafa sitt siðferði. Það kemst enginn upp með að vera með gamaldags skoðanir þó hann sé fæddur fyrir meira en hálfri öld því þær skoðanir fæðast ekki bara og deyja í heita pottinum heldur skríða þær upp um alla veggi, verða fyrir skjáskoti og dreifast þaðan inn í vitund fjöldans. Eða öfugt. Nýstárleg hugmynd úr hópi þeirra yngstu fær ekki lengur að fóstrast og vaxa aðeins þar. Hún gerir það fyrir augum eldri kynslóða. Þetta snýst ekki lengur um að vera framsækinn eða gamaldags. Áður voru gildi og hugsjónir að miklu leyti bundin við aldur. Eldri hneyksluðust á yngri og yngri hneyksluðust á eldri. Pabbi Jim Morrison hneykslaðist á síðu hári og friðarást en blómabörn hneyksluðust á þjóðernisást og herskyldu. En í fyrsta skipti í sögunni hefur nú hvert mannsbarn, sem einstaklingur en ekki sem hluti af kynslóð, möguleikann á því að dæma sjálfur hvor hugmyndin sé réttari. Það eru ekki lengur kynslóðir. Það eru bara hópar og straumar, sem vinna lóðrétt á aldursbil. Fyrir mér segir það ekkert þó að stjórnmálaflokkur tefli fram fólki sem fætt er eftir 1980, það fólk getur allt eins átt meiri samleið með pabba Jim Morrison – sem þarf ekkert að vera slæmt því í þessu nýja kerfi er varla hægt að tala um að hugmyndir séu gamaldags eða nýstárlegar. Það er svo auðvelt að vera nýstárlegur, bara tjúna inn og gerast áskrifandi að því sem trendar hverju sinni. Siðferðisþrek verður alltaf eftirsóknarvert, en það mun ekki fóstrast innan ákveðinna aldursbila lengur. Það er úrelt hugsun, og kannski eina hugsunin sem er í raun og veru gamaldags.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun