Sport

Gunnar svo fámáll að Jouban vissi ekki að hann væri á Twitter

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alan Jouban, bardagakappinn sem Gunnar Nelson mætir í O2-höllinni í London á laugardaginn, talaði vel um Gunnar þegar Vísir ræddi við hann á fjölmiðladegi UFC í dag.

Jouban barðist síðast á móti Mike Perry sem er allt öðruvísi karakter en Gunnar. Hann rífur mikinn kjaft og því er aðdragandi þessa bardaga töluvert öðruvísi þar sem Gunnar er kurteisin uppmáluð.

„Það er frábær tilbreyting að berjast við Gunnar Nelson. Ég barðist síðast við Mike Perry sem er rífur endalaust kjaft og sýnir öllum óvirðingu. Nú er ég að berjast á móti Gunnari Nelson sem segir minnst af öllum í veltivigtinni,“ segir Jouban.

„Við erum ekkert búnir að rífa kjaft við hvorn annan og ekki verið að skiptast á einhverjum Twitter-skilaboðum. Ég veit ekki einu einni hvort Gunnar er á Twitter. Kannski er hann með eina milljón fylgjenda. Hann hefur allavega ekkert sagt ljótt við mig eða um mig. Um leið og ég mætti á hótelið kom hann til mín og tók í höndina á mér.“

„Við erum ekki ungir strákar sem þurfum að rífa kjaft. Við erum fullorðnir og reynslumiklir bardagamenn,“ segir hann.

Ljóst er að Jouban fær mikið út úr bardaganum með sigri og frekar talað um Gunnar í því samhengi að hann sé að minna á sig. Sá bandaríski ætlar að koma á óvart.

„Ég held að teymið hans virði mig mikið og vanmeti mig ekki. Ef ef menn halda bara að ég sé enn einn sterki gaurinn sem Gunnar ætlar að sýna sig á móti þá mun koma þeim á óvart hversu vel undirbúinn ég er,“ segir Alan Jouban.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).

MMA

Tengdar fréttir

Mest stressaður þegar Gunni berst

Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, stendur ávallt við búrið þegar Gunnar berst. Hann segir Gunnar vera bestu auglýsingu sem í boði er fyrir Mjölni sem hefur farið úr litlum sal í höll á tæpum áratug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×