Það virðist sem að samband söngkonunnar Jennifer Lopez og rapparans Drake hafi lifað stutt þar sem nú er talið að hún sé byrjuð með hafnaboltastjörnunni Alex Rodriguez.
Þau voru saman í fríi á Bahamas fyrr í vikunni. Í gær sáust þau svo mæta saman í ræktina í Miami. Alex, sem oftast er kallaður A-Rod af fjölmiðlum vestanhafs, hefur í gegnum tíðinna verið í sambandi með stjörnum á borð við Madonna, Cameron Diaz og Demi Moore.
Parið hefur þekkst lengi og eiga börn á svipuðum aldri. Samkvæmt heimildum People hafa þau verið að hittast í marga mánuði.
Jennifer Lopez slær sér upp með hafnaboltastjörnu
