Dauði útimannsins Þórarinn Þórarinsson skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Bensínkallar voru aldrei kallaðir annað en „útimenn“ þar til Næturvaktin trommaði upp með „starfsmann á plani“. Og nú er þessi tegund að deyja út. Skeljungur hefur sagt upp öllum sínum og í anda samráðshefðar olíufélaganna má ætla að hin fylgi í kjölfarið. Ósköp dapurlegt og enn eitt dæmi þess hversu gelda tíma við lifum. Mennskan víkur stöðugt fyrir gróðahugsjón og hátækni. Mannlega þáttinn vantar samt í Excel-formúlurnar þannig að útkoman hlýtur allaf að verða brengluð. Dauði útimannsins bendir þó til þess að fólk er orðið sjálfbjarga. Hann var ómissandi þegar fólk vissi varla hvorum megin á bílnum bensínlokið var, gat enn síður opnað það og tækist því að dæla á bílinn fyllti það oftar en ekki bensínbíl af dísel og öfugt. Þegar ég vann á bensínstöð gerðum við líka meira en dæla eldsneyti og mæla olíu. Við skiptum um dekk, rafgeyma og viftureimar. Gáfum start og redduðum eiginlega bara öllu. Nú er allt slíkt bannað. Bílarnir eru orðnir svo fullkomnir að það má ekki hrófla við neinu í þeim án þess að tengja þá við móðurtölvu. Tækninni og græðginni hefur loksins tekist að útrýma bensínkallinum. Við sinntum líka sálgæslu. Dálítið eins og barþjónar. Einu sinni lánaði ég meira að segja einmana konu í ástlausu hjónabandi einn útimanninn heim. Hún þurfti einhvern til þess að tala við, grét á öxl bensínkallsins sem hughreysti hana og kom svo til baka með vöfflur handa vaktinni. Allt hefur sinn tíma og útimaðurinn heyrir brátt sögunni til. Úreltur, óþarfur og beinlínis bannaður í breyttum heimi. Lífið verður fátæklegra þegar sá síðasti slíðrar byssuna í hinsta sinn en efnahagsreikningur olíufélaganna verður feitari. Er það ekki það eina sem skiptir raunverulegu máli? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Bensínkallar voru aldrei kallaðir annað en „útimenn“ þar til Næturvaktin trommaði upp með „starfsmann á plani“. Og nú er þessi tegund að deyja út. Skeljungur hefur sagt upp öllum sínum og í anda samráðshefðar olíufélaganna má ætla að hin fylgi í kjölfarið. Ósköp dapurlegt og enn eitt dæmi þess hversu gelda tíma við lifum. Mennskan víkur stöðugt fyrir gróðahugsjón og hátækni. Mannlega þáttinn vantar samt í Excel-formúlurnar þannig að útkoman hlýtur allaf að verða brengluð. Dauði útimannsins bendir þó til þess að fólk er orðið sjálfbjarga. Hann var ómissandi þegar fólk vissi varla hvorum megin á bílnum bensínlokið var, gat enn síður opnað það og tækist því að dæla á bílinn fyllti það oftar en ekki bensínbíl af dísel og öfugt. Þegar ég vann á bensínstöð gerðum við líka meira en dæla eldsneyti og mæla olíu. Við skiptum um dekk, rafgeyma og viftureimar. Gáfum start og redduðum eiginlega bara öllu. Nú er allt slíkt bannað. Bílarnir eru orðnir svo fullkomnir að það má ekki hrófla við neinu í þeim án þess að tengja þá við móðurtölvu. Tækninni og græðginni hefur loksins tekist að útrýma bensínkallinum. Við sinntum líka sálgæslu. Dálítið eins og barþjónar. Einu sinni lánaði ég meira að segja einmana konu í ástlausu hjónabandi einn útimanninn heim. Hún þurfti einhvern til þess að tala við, grét á öxl bensínkallsins sem hughreysti hana og kom svo til baka með vöfflur handa vaktinni. Allt hefur sinn tíma og útimaðurinn heyrir brátt sögunni til. Úreltur, óþarfur og beinlínis bannaður í breyttum heimi. Lífið verður fátæklegra þegar sá síðasti slíðrar byssuna í hinsta sinn en efnahagsreikningur olíufélaganna verður feitari. Er það ekki það eina sem skiptir raunverulegu máli? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun