100.000 Tesla Model S seldir í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 5. júlí 2017 13:49 Tesla Model S hefur selst vel þrátt fyrir hátt verð bílsins. Tesla hefur nú selt ríflega 100.000 bíla af gerðinni Model S eingöngu í Bandaríkjunum. Fyrir tiltölulega nýjan bílaframleiðanda er þessi árangur eftirtektarverður. Í enda maí hafði Tesla selt 99.932 Model S bíla og því hefur 100.000 bíla markinu verið náð á allra fyrstu dögum júní. Ekki síst er þessi árangur eftirtektaverður í ljósi þess að hvert eintak af Model S bílnum selst á um 100.000 dollara stykkið og því hefur Tesla Model S bíllinn halað inn tekjur uppá 10 milljarða dollara, eða rúmlega 1.000 milljarða króna. Á síðasta ári seldust 28.896 Tesla Model S bílar í Bandaríkjunum, en á fyrstu 5 mánuðum ársins var salan rétt undir 9.000 eintökum. Því virðist salan eitthvað lítillega vera að dala þar sem meðaltals mánaðarsalan er nú 1.800 bílar, en var 2.400 bílar í fyrra. Nú fer að styttast í sölu á næstu bílgerð Tesla, Model 3, en afgreiðsla á honum hefst eftir örfár vikur. Nú þegar eru komnar 400.000 pantanir í þann bíl og óljóst hvað sala hans mun draga úr eftirspurninni eftir Model S bílnum. Model 3 bíllinn kostar um einn þriðja af verði Model S, eða um 35.000 dollara í sinni ódýrustu útfærslu. Í lok árs í fyrra hafði Tesla selt alls 186.000 bíla um heim allan frá sölu fyrsta bíls síns, Tesla Roadster árið 2008. Því má búast við því að Tesla hafi náð alls 200.000 bíla sölu í heiminum öllum nú, en auk Model S selur Tesla nú Model X jeppa sinn víða um heim. Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent
Tesla hefur nú selt ríflega 100.000 bíla af gerðinni Model S eingöngu í Bandaríkjunum. Fyrir tiltölulega nýjan bílaframleiðanda er þessi árangur eftirtektarverður. Í enda maí hafði Tesla selt 99.932 Model S bíla og því hefur 100.000 bíla markinu verið náð á allra fyrstu dögum júní. Ekki síst er þessi árangur eftirtektaverður í ljósi þess að hvert eintak af Model S bílnum selst á um 100.000 dollara stykkið og því hefur Tesla Model S bíllinn halað inn tekjur uppá 10 milljarða dollara, eða rúmlega 1.000 milljarða króna. Á síðasta ári seldust 28.896 Tesla Model S bílar í Bandaríkjunum, en á fyrstu 5 mánuðum ársins var salan rétt undir 9.000 eintökum. Því virðist salan eitthvað lítillega vera að dala þar sem meðaltals mánaðarsalan er nú 1.800 bílar, en var 2.400 bílar í fyrra. Nú fer að styttast í sölu á næstu bílgerð Tesla, Model 3, en afgreiðsla á honum hefst eftir örfár vikur. Nú þegar eru komnar 400.000 pantanir í þann bíl og óljóst hvað sala hans mun draga úr eftirspurninni eftir Model S bílnum. Model 3 bíllinn kostar um einn þriðja af verði Model S, eða um 35.000 dollara í sinni ódýrustu útfærslu. Í lok árs í fyrra hafði Tesla selt alls 186.000 bíla um heim allan frá sölu fyrsta bíls síns, Tesla Roadster árið 2008. Því má búast við því að Tesla hafi náð alls 200.000 bíla sölu í heiminum öllum nú, en auk Model S selur Tesla nú Model X jeppa sinn víða um heim.
Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent