Lífið

Deilur Jimmy Kimmel og Matt Damon verða harðari og harðari

Stefán Árni Pálsson skrifar
Erfitt að tjá sig við þessar aðstæður.
Erfitt að tjá sig við þessar aðstæður.
Eitt af eftirminnilegri atvikunum frá Óskarskvöldinu í fyrra var þegar leikarinn Ben Affleck smyglaði vini sínum Matt Damon í spjallþátt Jimmy Kimmel.

Spjallþáttastjórnandinn brást hinn versti við enda hafa Damon og Kimmel eldað grátt silfur saman í rúman áratug. Allt er þetta gert í nafni grínsins og bráðfyndið á köflum.

Sjá einnig: Saga tíu ára illdeilna Jimmy Kimmel og Matt Damon

Í ár var Jimmy Kimmel kynnir á Óskarnum og mátti fastlega gera ráð fyrir því að deilurnar milli þeirra tveggja kæmu við sögu. Að þessu sinni settist Jimmy Kimmel niður og fór yfir leikaraferil Matt Damon á sinn skemmtilega hátt.

Sjá einnig: Jimmy Kimmel lét Trump heyra það í opnunarræðu Óskarsins

„Maður sér hvað hann hefur lagt mikið á sig. Hann hefur enga hæfileika og þetta er svo erfitt fyrir hann,“ sagði Kimmel.

Ben Affleck og Matt Damon gengu síðan út á sviðið og kynntu inn tilnefningar. Þá var Damon ávarpaður sem „gestur“.

Alltaf þegar Damon byrjaði að tala fór tónlist af stað svo það var í raun ómögulegt fyrir hann að koma sínum setningum til skila. Algjörlega óborganlegt eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.