Ingi Þór um skíðaferð Ívars: „Strákunum finnst þetta óvirðing við sig“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. febrúar 2017 12:30 Ingi Þór Steinþórsson skilur að menn þurfi frí en finnst tímapunkturinn skrítinn. vísir/ernir „Mér finnst þetta hálf sorglegt. Persónulega gæti ég ekki farið í frí frá liðinu,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells í Domino´s-deild karla í körfubolta, um skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, sem er þess valdandi að hann missir af leik liðanna á fimmtudaginn. Ívar, sem kom Haukum í úrslitaeinvígið á síðustu leiktíð en berst nú við fallið tæpu ári síðar, pantaði sér ferðina síðasta sumar. Hann er mjög ósáttur við umfjöllun Domino´s-Körfuboltakvölds um ferðina og skrifaði út af henni langan pistil á Facebook-síðu sína. Þar segir Ívar meðal annars: „Þessi ferð var ákveðin í sumar og var tíminn valinn sérstaklega, ekki fyrir bikarhelgi og nægur tími fyrir úrslitakeppni. Þessi leikur sem ég missi af, heimaleikur, hefði kannski verið sá leikur sem ég gæti verið frá.“ Leikurinn sem Ívar „gæti verið frá“ er þessi leikur gegn Snæfelli sem er ekki búið að vinna leik á tímabilinu en því var spáð botnsætinu og sást í raun síðasta sumar hvert stefndi miðað við leikmannamál Hólmara.Viðtal sem Hjörtur Hjartarson tók við Inga Þór verður spilað í Akraborginni í dag en þar spyr Hjörtur hvort skilaboðin með að velja þennan tímapunkt fyrir ferðina séu ekki undirliggjandi hjá Ívari. „Þau eru bara vatn á okkar myllu. Við erum búnir að spila ágætlega að undanförnu og erum að leita að okkar fyrsta sigri. Fyrst og fremst erum við að reyna að spila betur og betur,“ segir Ingi Þór sem segir að svona hlutur kæmi aldrei til greina hjá honum. „Þetta eru aðstæður sem ég persónulega myndi ekki setja mitt lið og mína leikmenn í. Það eru mjög fáir þjálfarar í deildinni sem myndu gera þetta, þó ég hafi nú ekki rætt við þá alla. Mér finnst þessi staða vera miður.“ Ingi Þór spyr sig hvort eitt gangi yfir alla hjá Haukunum. Hvað ef stjörnuleikmaður eins og Emil Barja myndi langa í fríið á miðju tímabili? „Hvað ef Emil Barja myndi tilkynna það að hann ætlaði að skella sér í vikufrí með unnustu sinni? Ég hugsa að það yrði ekki tekið létt á því. Mér finnst þetta ekki gott fordæmi. Menn sem eru þarna í stjórnunarstöðu þurfa að setja gott fordæmi,“ segir Ingi Þór og bætir við: „Strákunum [mínum] finnst þetta óvirðing við sig og nú er það þeirra að nýta sér það.“Allt viðtalið verður spilað í Akraborginni sem er á X977 á hverjum virkum degi á milli 16 og 18. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ívari finnst umfjöllunin um skíðaferðina ósanngjörn: Eins og ég sé glæpamaður að flýja afbrot Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, skrifar í kvöld pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá umfjöllun sem ferð hann erlendis á skíði hefur fengið á fjölmiðlum undanfarna daga. 26. febrúar 2017 20:30 Óvíst hvort Ívar stýrir Haukum gegn Snæfelli vegna skíðaferðar Ekki er víst hvort Ívar Ásgrímsson stýri Haukum gegn Snæfelli í Domino's deild karla eftir viku. 24. febrúar 2017 17:19 Körfuboltakvöld: Framlengingin | "Þetta er gjörsamlega galin ákvörðun hjá Ívari“ Það er alltaf hart tekist á þegar komið er í framlenginguna í Körfuboltakvöldi. Á því var engin undantekning á föstudagskvöldið á Stöð 2 Sport. 25. febrúar 2017 23:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Sjá meira
„Mér finnst þetta hálf sorglegt. Persónulega gæti ég ekki farið í frí frá liðinu,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells í Domino´s-deild karla í körfubolta, um skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, sem er þess valdandi að hann missir af leik liðanna á fimmtudaginn. Ívar, sem kom Haukum í úrslitaeinvígið á síðustu leiktíð en berst nú við fallið tæpu ári síðar, pantaði sér ferðina síðasta sumar. Hann er mjög ósáttur við umfjöllun Domino´s-Körfuboltakvölds um ferðina og skrifaði út af henni langan pistil á Facebook-síðu sína. Þar segir Ívar meðal annars: „Þessi ferð var ákveðin í sumar og var tíminn valinn sérstaklega, ekki fyrir bikarhelgi og nægur tími fyrir úrslitakeppni. Þessi leikur sem ég missi af, heimaleikur, hefði kannski verið sá leikur sem ég gæti verið frá.“ Leikurinn sem Ívar „gæti verið frá“ er þessi leikur gegn Snæfelli sem er ekki búið að vinna leik á tímabilinu en því var spáð botnsætinu og sást í raun síðasta sumar hvert stefndi miðað við leikmannamál Hólmara.Viðtal sem Hjörtur Hjartarson tók við Inga Þór verður spilað í Akraborginni í dag en þar spyr Hjörtur hvort skilaboðin með að velja þennan tímapunkt fyrir ferðina séu ekki undirliggjandi hjá Ívari. „Þau eru bara vatn á okkar myllu. Við erum búnir að spila ágætlega að undanförnu og erum að leita að okkar fyrsta sigri. Fyrst og fremst erum við að reyna að spila betur og betur,“ segir Ingi Þór sem segir að svona hlutur kæmi aldrei til greina hjá honum. „Þetta eru aðstæður sem ég persónulega myndi ekki setja mitt lið og mína leikmenn í. Það eru mjög fáir þjálfarar í deildinni sem myndu gera þetta, þó ég hafi nú ekki rætt við þá alla. Mér finnst þessi staða vera miður.“ Ingi Þór spyr sig hvort eitt gangi yfir alla hjá Haukunum. Hvað ef stjörnuleikmaður eins og Emil Barja myndi langa í fríið á miðju tímabili? „Hvað ef Emil Barja myndi tilkynna það að hann ætlaði að skella sér í vikufrí með unnustu sinni? Ég hugsa að það yrði ekki tekið létt á því. Mér finnst þetta ekki gott fordæmi. Menn sem eru þarna í stjórnunarstöðu þurfa að setja gott fordæmi,“ segir Ingi Þór og bætir við: „Strákunum [mínum] finnst þetta óvirðing við sig og nú er það þeirra að nýta sér það.“Allt viðtalið verður spilað í Akraborginni sem er á X977 á hverjum virkum degi á milli 16 og 18.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ívari finnst umfjöllunin um skíðaferðina ósanngjörn: Eins og ég sé glæpamaður að flýja afbrot Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, skrifar í kvöld pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá umfjöllun sem ferð hann erlendis á skíði hefur fengið á fjölmiðlum undanfarna daga. 26. febrúar 2017 20:30 Óvíst hvort Ívar stýrir Haukum gegn Snæfelli vegna skíðaferðar Ekki er víst hvort Ívar Ásgrímsson stýri Haukum gegn Snæfelli í Domino's deild karla eftir viku. 24. febrúar 2017 17:19 Körfuboltakvöld: Framlengingin | "Þetta er gjörsamlega galin ákvörðun hjá Ívari“ Það er alltaf hart tekist á þegar komið er í framlenginguna í Körfuboltakvöldi. Á því var engin undantekning á föstudagskvöldið á Stöð 2 Sport. 25. febrúar 2017 23:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Sjá meira
Ívari finnst umfjöllunin um skíðaferðina ósanngjörn: Eins og ég sé glæpamaður að flýja afbrot Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, skrifar í kvöld pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá umfjöllun sem ferð hann erlendis á skíði hefur fengið á fjölmiðlum undanfarna daga. 26. febrúar 2017 20:30
Óvíst hvort Ívar stýrir Haukum gegn Snæfelli vegna skíðaferðar Ekki er víst hvort Ívar Ásgrímsson stýri Haukum gegn Snæfelli í Domino's deild karla eftir viku. 24. febrúar 2017 17:19
Körfuboltakvöld: Framlengingin | "Þetta er gjörsamlega galin ákvörðun hjá Ívari“ Það er alltaf hart tekist á þegar komið er í framlenginguna í Körfuboltakvöldi. Á því var engin undantekning á föstudagskvöldið á Stöð 2 Sport. 25. febrúar 2017 23:30