Bíó og sjónvarp

Pricewa­ter­hou­seCoopers biðst inni­legrar af­sökunar á Óskars­ruglingnum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þetta var ekkert vandræðalegt augnablik.
Þetta var ekkert vandræðalegt augnablik. vísir/getty
PricewaterhouseCoopers, endurskoðunarfyrirtækið sem ber ábyrgð á talningu atkvæða og atkvæðunum sjálfum á Óskarsverðlaununum, hefur sent frá sér afsökunarbeiðni vegna ruglings sem varð á hátíðinni í nótt þegar tilkynnt var um hvaða mynd hefði hreppt verðlaunin sem besta myndin.

Fyrst var nefnilega tilkynnt að La La Land hefði hlotið verðlaunin en það var síðan leiðrétt þar sem La La Land var alls ekki kosin besta myndin af meðlimum akademíunnar heldur kvikmyndin Moonlight.

Það var leikarinn Warren Beatty sem varð fyrir því óláni að tilkynna um ranga mynd en hann var með vitlaust umslag í höndunum en inni í því var miði sem á stóð Emma Stone – La La Land. Hann og leikkonan Faye Dunaway kynntu bestu myndina.  

„Við biðjum Moonlight, La La Land, Warren Beatty, Faye Dunaway og áhorfendur Óskarsins innilega afsökunar á mistökunum sem gerð voru þegar tilkynnt var hvaða mynd hafði verið valin besta myndin. Kynnararnir fengu umslag með röngum flokk í hendurnar og þegar það kom í ljós var það samstundis leiðrétt. Við erum að rannsaka hvernig þetta gat gerst og sjáum mjög mikið eftir þessu,“ segir í afsökunarbeiðni fyrirtækisins.

Þá segir fyrirtækið jafnframt að það sé þakkátt fyrir hversu vel hlutaðeigandi tóku þessari uppákomu en myndband af þessu má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.