Eyðimerkurgöngunni lokið hjá Fowler Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. febrúar 2017 11:00 Rickie Fowler kyssir bikarinn. vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler stóð uppi sem sigurvegari á Honda Classic-mótinu sem kláraðist í Flórída í nótt en hann lauk leik á samtals tólf höggum undir pari. Þar með lauk eyðimerkurgöngu Fowler en hann var ekki búinn að vinna sigur á PGA-mótaröðinni í 16 mánuði eða síðan hann vann Deutsche Bank-mótið í september árið 2015. Fowler hóf lokahringinn með fjögurra högga forskot á Morgan Hoffman og Gary Woodland en þeir enduðu jafnir í öðru til þriðja sæti á átta höggum undir pari. „Púttarinn bjargaði mér. Það var erfitt að spila lokahringinn en ég barðist eins og ég gat,“ sagði Fowler sigurreifur eftir lokahringinn. „Mér fannst ég slá fullt af höggum sem hefðu vanalega verið mjög góð en vindurinn var mikill og erfiður í dag. Það blés hressilega sem hélt okkur á tánum.“ Sigurinn á Honda Classic er hans fjórði á PGA-mótaröðinni en þssi 25 ára gamli kylfingur hefur aldrei á ferlinum unnið risamót. Hann er sem stendur í 18. sæti heimslistans en hann færðist upp í tíunda sæti FedEx-listans með sigrinum í Flórída. Golf Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler stóð uppi sem sigurvegari á Honda Classic-mótinu sem kláraðist í Flórída í nótt en hann lauk leik á samtals tólf höggum undir pari. Þar með lauk eyðimerkurgöngu Fowler en hann var ekki búinn að vinna sigur á PGA-mótaröðinni í 16 mánuði eða síðan hann vann Deutsche Bank-mótið í september árið 2015. Fowler hóf lokahringinn með fjögurra högga forskot á Morgan Hoffman og Gary Woodland en þeir enduðu jafnir í öðru til þriðja sæti á átta höggum undir pari. „Púttarinn bjargaði mér. Það var erfitt að spila lokahringinn en ég barðist eins og ég gat,“ sagði Fowler sigurreifur eftir lokahringinn. „Mér fannst ég slá fullt af höggum sem hefðu vanalega verið mjög góð en vindurinn var mikill og erfiður í dag. Það blés hressilega sem hélt okkur á tánum.“ Sigurinn á Honda Classic er hans fjórði á PGA-mótaröðinni en þssi 25 ára gamli kylfingur hefur aldrei á ferlinum unnið risamót. Hann er sem stendur í 18. sæti heimslistans en hann færðist upp í tíunda sæti FedEx-listans með sigrinum í Flórída.
Golf Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira