Munu fara með fólk í ferðalag aftur í tímann Guðný Hrönn skrifar 24. nóvember 2017 10:45 Björgvin Franz og Esther ætla að færa fólki jólaanda sjötta áratugarins. vísir/vilhelm Björgvin Franz Gíslason og Esther Jökulsdóttir ætla að ferðast með fólk aftur í tímann á jólatónleikum sínum þann 7. desember. Bæði heillast þau mjög af jólastemningunni sem ríkti í Ameríku á sjötta og sjöunda áratugnum og ætla þau að færa gestum sínum þá stemningu beint í æð í Gaflaraleikhúsinu. „Þetta er í raun jólasöngskemmtun en ekki bara tónleikar þar sem sögusviðið er í kringum1954. Þegar maður sér þessi kósíjól, sem Dean Martin og allir þessir kappar héldu, þá sér maður að þetta var allt svo kósí og allir virkuðu svo hamingjusamir. Okkur langaði svo að búa þá stemningu til,“ segir Björgvin. Hann segir mikið lagt í alla umgjörð sýningarinnar þar sem leikmynd og búningar ná að fanga þennan anda„Fólki á að líða eins og það sé komið aftur í tímann. Vanalega væri fólk til dæmis beðið um að slökkva á farsímanum sínum fyrir svona skemmtun, en þar sem árið er 1954, þá er það algjör óþarfi.“ Persónur Björgvins og Estherar eru íslenskir tónlistarmenn sem hafa ferðast um Bandaríkin og skemmt ríka og fræga fólkinu, að eigin sögn. „Þetta er fólk sem er búið að vera að skemmta í Ameríku og kemur til Íslands til að færa alþýðunni „alvöru“ jól eins og þau kalla það. Þau eru svolítið yfirlætisfull, hann er drykkfelldur og hún meðvirk. En á yfirborðinu er voða mikil gleði og gaman,“ segir hann og hlær. Aðspurður hvað það er sem heilli þau svona mikið við ameríska gamaldags jólastemningu segir Björgvin: „Bara það að horfa á þessi jól sem var verið að færa fram í bíómyndum þar sem allir voru í jólapeysum, með viskí, kakó og sykurpúða og sátu fyrir framan arineldinn á meðan snjóaði úti. Það var allt svo ótrúlega kósí.“ Björgvin tekur fram að þau óski sér að fólk nái að gleyma sér í jólaamstrinu á sýningu þeirra. Þess má geta að úrvalslið tónlistarmanna verður þeim til halds og trausts á tónleikunum og aðstoðar þau við að flytja öll bestu jólalög sjötta og sjöunda áratugarins undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Björgvin Franz Gíslason og Esther Jökulsdóttir ætla að ferðast með fólk aftur í tímann á jólatónleikum sínum þann 7. desember. Bæði heillast þau mjög af jólastemningunni sem ríkti í Ameríku á sjötta og sjöunda áratugnum og ætla þau að færa gestum sínum þá stemningu beint í æð í Gaflaraleikhúsinu. „Þetta er í raun jólasöngskemmtun en ekki bara tónleikar þar sem sögusviðið er í kringum1954. Þegar maður sér þessi kósíjól, sem Dean Martin og allir þessir kappar héldu, þá sér maður að þetta var allt svo kósí og allir virkuðu svo hamingjusamir. Okkur langaði svo að búa þá stemningu til,“ segir Björgvin. Hann segir mikið lagt í alla umgjörð sýningarinnar þar sem leikmynd og búningar ná að fanga þennan anda„Fólki á að líða eins og það sé komið aftur í tímann. Vanalega væri fólk til dæmis beðið um að slökkva á farsímanum sínum fyrir svona skemmtun, en þar sem árið er 1954, þá er það algjör óþarfi.“ Persónur Björgvins og Estherar eru íslenskir tónlistarmenn sem hafa ferðast um Bandaríkin og skemmt ríka og fræga fólkinu, að eigin sögn. „Þetta er fólk sem er búið að vera að skemmta í Ameríku og kemur til Íslands til að færa alþýðunni „alvöru“ jól eins og þau kalla það. Þau eru svolítið yfirlætisfull, hann er drykkfelldur og hún meðvirk. En á yfirborðinu er voða mikil gleði og gaman,“ segir hann og hlær. Aðspurður hvað það er sem heilli þau svona mikið við ameríska gamaldags jólastemningu segir Björgvin: „Bara það að horfa á þessi jól sem var verið að færa fram í bíómyndum þar sem allir voru í jólapeysum, með viskí, kakó og sykurpúða og sátu fyrir framan arineldinn á meðan snjóaði úti. Það var allt svo ótrúlega kósí.“ Björgvin tekur fram að þau óski sér að fólk nái að gleyma sér í jólaamstrinu á sýningu þeirra. Þess má geta að úrvalslið tónlistarmanna verður þeim til halds og trausts á tónleikunum og aðstoðar þau við að flytja öll bestu jólalög sjötta og sjöunda áratugarins undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur.
Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira