Andar ísköldu á milli Vin Diesel og The Rock: Rifust heiftarlega við tökur á Fast 8 Birgir Olgeirsson skrifar 29. mars 2017 16:15 Vin Diesel og Dwayne The Rock Johnson. Vísir/Getty Það andar köldu á milli vöðvatröllanna Vin Diesel og Dwayne „The Rock“ Johnson eftir atvik sem átti sér stað við tökur á áttundu myndinni í The Fast & Furious-seríunni, The Fate of the Furious, fyrir átta mánuðum síðar. Talsmenn kvikmyndaversins Universal ítrekuðu í ágúst síðastliðnum að Johnson og Diesel hefðu grafið stríðsöxina en raunin er önnur í dag og segir The Hollywood Reporter að það sé augljóst af þeirri staðreynd að Dwayne Johnson er ekki með í för þar sem Vin Diesel kynnir myndina. Universal er til að mynda að kynna myndina á ráðstefnunni CinemaCon í Las Vegas í Bandaríkjunum í dag. Þar verða Vin Diesel og Charlize Theron ásamt stærstu stjörnum myndarinnar, fyrir utan Dwayne Johnson. Heimildarmenn The Hollywood Reporter segja Universal reyna að halda Diesel og Johnson aðskildum á þessum kynningartúr, en myndin verður frumsýnd 14. apríl næstkomandi. Undanfarna daga hefur Johnson verið á Cinemacon til að kynna nýju Baywatch-myndina og nýju Jumanji-myndina. Hann fór til Miami fyrr í dag þar sem tökur á þáttunum Ballers eru að hefjast en fjölmiðlum ytra þótti það sérkennilegt að hann hefði ekki verið aðeins lengur í Las Vegas til að taka þátt í því að kynna The Fate of the Furious ásamt hinum leikurunum. Illdeilur leikaranna hófust þegar tökur á The Fate of the Furious stóðu yfir í Atlanta í fyrra. Diesel er sagður eiga það til að vera fremur óstundvís en þegar átti að taka upp lokasenu hans og Johnson mætti hann of seint, sem varð til þess að sá síðarnefndi ákvað að fá útrás fyrir gremju sinni á Facebook með óbeinum hætti. „Þær konur sem ég leik með í þessari mynd eru alltaf frábærar og ég elska þær. Það er hins vegar ekki hægt að segja það sama um þá karla sem leika með mér,“ skrifaði Johnson og bætti við sumir þeirra væru einskis nýtir. Leiddu þessi skrif til mikils rifrildis á milli Diesel og Johnson en í fjölmiðlum var Diesel sagður sá sem Johnson talaði um á Facebook. Tengdar fréttir Hellingur af Íslandi í nýjustu The Fate of the Furious-stiklunni 9. mars 2017 17:32 Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Sjá meira
Það andar köldu á milli vöðvatröllanna Vin Diesel og Dwayne „The Rock“ Johnson eftir atvik sem átti sér stað við tökur á áttundu myndinni í The Fast & Furious-seríunni, The Fate of the Furious, fyrir átta mánuðum síðar. Talsmenn kvikmyndaversins Universal ítrekuðu í ágúst síðastliðnum að Johnson og Diesel hefðu grafið stríðsöxina en raunin er önnur í dag og segir The Hollywood Reporter að það sé augljóst af þeirri staðreynd að Dwayne Johnson er ekki með í för þar sem Vin Diesel kynnir myndina. Universal er til að mynda að kynna myndina á ráðstefnunni CinemaCon í Las Vegas í Bandaríkjunum í dag. Þar verða Vin Diesel og Charlize Theron ásamt stærstu stjörnum myndarinnar, fyrir utan Dwayne Johnson. Heimildarmenn The Hollywood Reporter segja Universal reyna að halda Diesel og Johnson aðskildum á þessum kynningartúr, en myndin verður frumsýnd 14. apríl næstkomandi. Undanfarna daga hefur Johnson verið á Cinemacon til að kynna nýju Baywatch-myndina og nýju Jumanji-myndina. Hann fór til Miami fyrr í dag þar sem tökur á þáttunum Ballers eru að hefjast en fjölmiðlum ytra þótti það sérkennilegt að hann hefði ekki verið aðeins lengur í Las Vegas til að taka þátt í því að kynna The Fate of the Furious ásamt hinum leikurunum. Illdeilur leikaranna hófust þegar tökur á The Fate of the Furious stóðu yfir í Atlanta í fyrra. Diesel er sagður eiga það til að vera fremur óstundvís en þegar átti að taka upp lokasenu hans og Johnson mætti hann of seint, sem varð til þess að sá síðarnefndi ákvað að fá útrás fyrir gremju sinni á Facebook með óbeinum hætti. „Þær konur sem ég leik með í þessari mynd eru alltaf frábærar og ég elska þær. Það er hins vegar ekki hægt að segja það sama um þá karla sem leika með mér,“ skrifaði Johnson og bætti við sumir þeirra væru einskis nýtir. Leiddu þessi skrif til mikils rifrildis á milli Diesel og Johnson en í fjölmiðlum var Diesel sagður sá sem Johnson talaði um á Facebook.
Tengdar fréttir Hellingur af Íslandi í nýjustu The Fate of the Furious-stiklunni 9. mars 2017 17:32 Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Sjá meira