Viðskipti innlent

Íslenskir hluthafar fá greitt eftir 30 milljarða sölu á Invent Farma í fyrra

Hörður Ægisson skrifar
Friðrik Steinn Kristjánsson var stofnandi og stjórnarformaður Invent Farma og átti tæplega 30% hlut við söluna.
Friðrik Steinn Kristjánsson var stofnandi og stjórnarformaður Invent Farma og átti tæplega 30% hlut við söluna. VÍSIR/ERNIR
Þeir fjármunir sem fengust við sölu íslenskra hluthafa á lyfjafyrirtækinu Invent Farma í júlí í fyrra verða að stærstum hluta greiddir út til hluthafa á allra næstu dögum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Um verulega fjárhæð er að ræða enda var félagið selt fyrir um 215 milljónir evra, jafnvirði um 30 milljarða króna á þáverandi gengi.

Þótt ekki sé búið að greiða út nema lítinn hluta söluandvirðisins til hluthafa þá skiptu fjárfestarnir evrunum yfir í krónur skömmu eftir að salan kláraðist. Þeir verða því ekki fyrir gengistapi vegna styrkingar krónunnar en að stærstum hluta var gjaldeyrinn sem fékkst við söluna skilaskyldur.

Íslenskir hluthafar Invent Farma voru meðal annars Framtakssjóðurinn, Friðrik Steinn Kristjánsson, stofnandi fyrirtækisins, framtakssjóðurinn Horn og fjárfestingafélag Finns Reys Stefánssonar. 

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×