Rappar með sveitinni Pöndunum 17. desember 2017 10:15 Hinn ellefu ára Arnaldur Halldórsson sló í gegn sem jólastjarna á jólatónleikum Björgvins. Vísir/Vilhelm Hinn ellefu ára Arnaldur Halldórsson sló í gegn sem jólastjarna á jólatónleikum Björgvins. En hvernig leið honum á sviðinu í Hörpu? Mjög vel og það var gaman að syngja fyrir allt fólkið. Stemmningin í hópnum varlíka gríðarlega góð en oft var kvartað yfir því að við krakkarnir hefðum of hátt. Var þetta eins og þú reiknaðir með? Nei, allt var miklu stærra og flottara en ég átti von á. Ég vissi heldur ekki að við krakkarnir yrðum strax svona góðir vinir. Vonandi hitti ég þá fljótt aftur. Hvaða lög söngst þú? Ég söng Dag einn um Jólin sem er íslenska útgáfan af Someday at Christmas eftir Stevie Wonder. Svo sungum við jólastjörnurnar lagið „Nei, nei, ekki um jólin“ með kónginum sjálfum, Bó. Hefur þú sungið opinberlega áður? Ég var í Sönglist í tvö ár og þar komum við fram á sýningum fyrir ættingja og vini. Síðan fórum við nokkrir vinir um daginn á elliheimilið á Seltjarnarnesi og sungum fyrir eldri borgarana. Svo er ég í rapphljómsveitinni Pöndurnar en við erum ennþá bara á Youtube. Ferðu oft á tónleika? Nei ekki oft en ég fór á Justin Bieber og það er eftirminnilegt. Svo sá ég Zöru Larsson, það var ekki jafn spennandi. Hlustar þú mikið á tónlist? Ég hlusta á tónlist alla daga og fíla rapp, popp og rólegt. Annars hef ég mest verið að hlusta á jólalög síðustu vikur Átt þú þér eftirlætis tónlistarmann/konu? Ég held mest upp á JóaPé og Króla í rappinu og Ed Sheeran í poppinu. Svo er Páll Óskar frábær og það var gaman að syngja með honum í Hörpu. Hver eru helstu áhugamálin? Að leika, syngja og dansa. Í augnablikinu er söngurinn númer eitt. En skemmtilegast er að blanda þessu öllu saman eins og gert er í söngleikjum. Ég er líka í stökkfimleikum hjá Gróttu og mér finnst alltaf gaman að leika við vini mína. Hvað langar þig að verða? Mig dreymir um að verða leikari, dansari, söngvari og rappari. Kannski líka útvarpsmaður. Hvað finnst þér best við jólin? Kærleikurinn. Síðan elska ég smákökurnar sem ömmur mínar baka. Krakkar Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Sjá meira
Hinn ellefu ára Arnaldur Halldórsson sló í gegn sem jólastjarna á jólatónleikum Björgvins. En hvernig leið honum á sviðinu í Hörpu? Mjög vel og það var gaman að syngja fyrir allt fólkið. Stemmningin í hópnum varlíka gríðarlega góð en oft var kvartað yfir því að við krakkarnir hefðum of hátt. Var þetta eins og þú reiknaðir með? Nei, allt var miklu stærra og flottara en ég átti von á. Ég vissi heldur ekki að við krakkarnir yrðum strax svona góðir vinir. Vonandi hitti ég þá fljótt aftur. Hvaða lög söngst þú? Ég söng Dag einn um Jólin sem er íslenska útgáfan af Someday at Christmas eftir Stevie Wonder. Svo sungum við jólastjörnurnar lagið „Nei, nei, ekki um jólin“ með kónginum sjálfum, Bó. Hefur þú sungið opinberlega áður? Ég var í Sönglist í tvö ár og þar komum við fram á sýningum fyrir ættingja og vini. Síðan fórum við nokkrir vinir um daginn á elliheimilið á Seltjarnarnesi og sungum fyrir eldri borgarana. Svo er ég í rapphljómsveitinni Pöndurnar en við erum ennþá bara á Youtube. Ferðu oft á tónleika? Nei ekki oft en ég fór á Justin Bieber og það er eftirminnilegt. Svo sá ég Zöru Larsson, það var ekki jafn spennandi. Hlustar þú mikið á tónlist? Ég hlusta á tónlist alla daga og fíla rapp, popp og rólegt. Annars hef ég mest verið að hlusta á jólalög síðustu vikur Átt þú þér eftirlætis tónlistarmann/konu? Ég held mest upp á JóaPé og Króla í rappinu og Ed Sheeran í poppinu. Svo er Páll Óskar frábær og það var gaman að syngja með honum í Hörpu. Hver eru helstu áhugamálin? Að leika, syngja og dansa. Í augnablikinu er söngurinn númer eitt. En skemmtilegast er að blanda þessu öllu saman eins og gert er í söngleikjum. Ég er líka í stökkfimleikum hjá Gróttu og mér finnst alltaf gaman að leika við vini mína. Hvað langar þig að verða? Mig dreymir um að verða leikari, dansari, söngvari og rappari. Kannski líka útvarpsmaður. Hvað finnst þér best við jólin? Kærleikurinn. Síðan elska ég smákökurnar sem ömmur mínar baka.
Krakkar Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Sjá meira