Viðskipti innlent

Kalla inn töfrasprota frá Cuisinart

Atli Ísleifsson skrifar
Cuisinart töfrasprotinn sem um ræðir er af tegundinni CSB800E.
Cuisinart töfrasprotinn sem um ræðir er af tegundinni CSB800E. Halldór Jónsson
Halldór Jónsson ehf. hefur kallað inn töfrasprota frá Cuisinart sem seldur var á Íslandi á árunum 2011 og 2012.

Í tilkynningu segir að um sé að ræða Cuisinart töfrasprota af tegundinni CSB800E.

„Mannvirkjastofnun sem sér um markaðseftirlit með rafföngum á íslandi barst tilkynning frá framleiðenda vörunnar í gegnum Rapex, sem er evrópskt tilkynningarkerfi.

Í tilkynningu frá framleiðanda kemur fram að eftir því sem viðkomandi raffang eldist (slitni) geti verið hætta á slysum af þeirra völdum. Í ákveðnum aðstæðum getur hnífur sprotans brotnað.

Viðskiptavinir er beðnir að hafa samband við Halldór Jónsson ehf. vegna innköllunarinnar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×