Lífið

Á bak við glimmerið og glamúrinn má finna sorg

Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa
Baldur Þórhallsson er prófessor í stjórnmálafræði.
Baldur Þórhallsson er prófessor í stjórnmálafræði.
Þrátt fyrir mikla Eurovisiongleði um alla Kænugarðsborg eru aðeins þrjú ár liðin síðan að skelfilegir atburðir áttu sér stað í miðborg Kænugarðs.

„Menn gleyma því að hér í þessari friðsældar veröld sem er hér núna í höfuðborg Úkraínu að það er stríð í austurhluta landsins,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor, sem er staddur í Kænugarði til að fylgjast með Eurovision.

Mótmælendur tóku yfir Sjálfstæðistorgið Maidan í Kænugarði hastið 2014 en um 100 manns féllu á torginu á þremur dögum frá 18. til 21. febrúar.

„Það má segja að í dag deyja úkraínskir hermenn í átökum við uppreisnarmenn og í uppreisnarhópnum koma sumir frá Rússlandi og öryggissveitum Pútíns. Það er svolítið magnað að koma hingað núna og tala við fólk sem kom hingað daglega og mótmælti til að  berjast fyrir lýðræði og mannréttindum og hætti lífi sínu, þrátt fyrir að leyniskytturnar voru í öllum byggingum hér í kring.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×