Skítug lína þýðir stutt köst Karl Lúðvíksson skrifar 14. maí 2017 12:00 Það skiptir máli að hugsa vel um stangir og línur. Þegar tveir sambærilegir veiðimenn standa hlið við hlið og kasta flugu og annar kastar áberandi betur en hinn getur eitt lítið mál valdið þessum stuttu köstum. Ef við gefum okkar það er báðir séu þeir frambærilegir kastarar og stangirnar séu eins er spurning um að skoða aðeins línuna. Það er nefnilega ótrúlegt að sjá hvað sumir veiðimenn vanrækja að skoða línurnar sínar. Flugulínur hafa mislangan líftíma en stundum, með góðri umhirðu, er hægt að framlengja þennan tíma eitthvað en það er engu að síður margt sem hefur áhrif á það hvað línan endist lengi. Að þrífa og bera á línurnar er eitthvað sem á að gera nokkrum sinnum á ári, ekki bara til að þær endist betur heldur líka til að þær skili því sem þær eiga að gera. Ef línan er byrjuð að springa skaltu henda henni, þá er hún búin og er hætt að virka eins og hún á að gera. Flotlínur sem eru sprungnar missa floteiginleikann og eins verða sprungnar og skítugar línur leiðinlegar í kasti. Lína sem er skítug hefur viðnám í lykkjunum og eins hægja óhreinindi á henni loftflæðið um hana í kastinu en ótrúlegt en satt þá hefur það áhrif. Ef línan er hrein og vel við haldið rennur hún betur í gegnum lykkjurnar og klífur loftið eins og hún á að gera sem gefur þér bæði lengra og betra kast. Annað sem er ágætt að hafa í huga er að þrífa líka stöngina sjálfa sem og lykkjurnar. Rispa í lykkjunum eyiðileggur línur á methraða og það er hundfúlt að kaupa nýja 10.000 króna línu vegna 500 kr viðgerðar. Skoðaðu þess vegna línur og stangir vel fyrir næsta túr og passaðu að þetta sé allt í lagi. Ef þú ert ekki viss kíktu með þetta í veiðibúðina þína og láttu fagmenn skoða þetta. Mest lesið Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði
Þegar tveir sambærilegir veiðimenn standa hlið við hlið og kasta flugu og annar kastar áberandi betur en hinn getur eitt lítið mál valdið þessum stuttu köstum. Ef við gefum okkar það er báðir séu þeir frambærilegir kastarar og stangirnar séu eins er spurning um að skoða aðeins línuna. Það er nefnilega ótrúlegt að sjá hvað sumir veiðimenn vanrækja að skoða línurnar sínar. Flugulínur hafa mislangan líftíma en stundum, með góðri umhirðu, er hægt að framlengja þennan tíma eitthvað en það er engu að síður margt sem hefur áhrif á það hvað línan endist lengi. Að þrífa og bera á línurnar er eitthvað sem á að gera nokkrum sinnum á ári, ekki bara til að þær endist betur heldur líka til að þær skili því sem þær eiga að gera. Ef línan er byrjuð að springa skaltu henda henni, þá er hún búin og er hætt að virka eins og hún á að gera. Flotlínur sem eru sprungnar missa floteiginleikann og eins verða sprungnar og skítugar línur leiðinlegar í kasti. Lína sem er skítug hefur viðnám í lykkjunum og eins hægja óhreinindi á henni loftflæðið um hana í kastinu en ótrúlegt en satt þá hefur það áhrif. Ef línan er hrein og vel við haldið rennur hún betur í gegnum lykkjurnar og klífur loftið eins og hún á að gera sem gefur þér bæði lengra og betra kast. Annað sem er ágætt að hafa í huga er að þrífa líka stöngina sjálfa sem og lykkjurnar. Rispa í lykkjunum eyiðileggur línur á methraða og það er hundfúlt að kaupa nýja 10.000 króna línu vegna 500 kr viðgerðar. Skoðaðu þess vegna línur og stangir vel fyrir næsta túr og passaðu að þetta sé allt í lagi. Ef þú ert ekki viss kíktu með þetta í veiðibúðina þína og láttu fagmenn skoða þetta.
Mest lesið Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði