Körfubolti

Valsmenn náðu í oddaleik eftir sigur á Hamri

Stefán Árni Pálsson skrifar
úr leik liðanna í seríunni.
úr leik liðanna í seríunni.
Valsmenn náðu að knýja fram oddaleik í rimmunni um laust sæti í Dominos-deildinni eftir frábæran sigur á Hamar 89-84 í kvöld en leikurinn fór fram í Hveragerði.

Hamar gat með sigri komist upp í deilda þeirra bestu en það mistókst hjá þeim og verður því oddaleikur í Valsheimilinu. Hamarsmenn voru lengi vel með yfirhöndina í kvöld og leit út fyrir að þeir myndi hafa sigur á tíma.

Valsmenn unnu lokaleikhlutann samt sem áður 23-10 og skóp það sigurinn. Urald King var ótrúlegur í liði Vals í kvöld og skoraði hann 36 stig og tók 19 fráköst.

Oddaleikurinn verður á miðvikudagskvöldið.

Hamar -Valur 84-89 (18-24, 34-19, 22-23, 10-23)Hamar: Erlendur Ágúst Stefánsson 19, Christopher Woods 19/20 fráköst, Örn Sigurðarson 18/5 fráköst, Hilmar Pétursson 12, Oddur Ólafsson 9/5 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Snorri Þorvaldsson 3, Kristinn Ólafsson 0, Guðjón Ágúst Guðjónsson 0, Smári Hrafnsson 0, Björn Ásgeir Ásgeirsson 0, Bjarki Friðgeirsson 0. 

Valur: Urald King 36/19 fráköst/3 varin skot, Oddur Birnir Pétursson 17/6 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 9/6 fráköst, Austin Magnus Bracey 9/5 fráköst, Benedikt Blöndal 8, Birgir Björn Pétursson 5/7 fráköst, Sigurður Páll Stefánsson 3, Þorgeir Kristinn Blöndal 2, Gunnar Andri Viðarsson 0, Ingimar Aron Baldursson 0, Illugi Steingrímsson 0, Snjólfur Björnsson 0. 

Leikurinn var í beinni útsendingu á Hamar TV og má sjá upptökuna hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×