Austurríski Rauði krossinn á Land Rover Discovery með leitardróna Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2017 09:09 Land Rover hefur frá árinu 1954, í tæp 64 ár, verið náinn samstarfsaðili Alþjóða Rauða krossins og deilda Rauða krossins í einstökum löndum víða um heim. Fyrirtækið leggur mjög mikinn metnað í samstarfið og á bílasýningunni í Genf sem nú stendur yfir kynnti fyrirtækið nýjan Land Rover Discovery sem afhentur verður Rauða krossinum í Austurríki. Bíllinn er búinn mjög fullkomnum dróna sem sérstaklega var hannaður og tæknivæddur til leitarstarfa við erfiðar aðstæður. Drónanum er fjarstýrt úr bílnum þaðan sem hann tekur á loft frá sérhönnuðu skýli á þaki bílsins og lendir þar aftur og skiptir engu máli þótt bíllinn sé á ferð.Jaguar Land Rover og BL stoltir samstarfsaðilar Rauða kross ÍslandsÞess má geta að árið 2015 bættist Ísland í hóp samstarfslanda Jaguar Land Rover og Alþjóða Rauða krossins þegar Jaguar Land Rover, Rauði kross Íslands og BL hófu samstarf um sérstakt átak á landsvísu. Samstarfið hefur það markmið að fræða landsmenn um mikilvægi þess að vera vel undirbúinn gagnvart hamförum þar sem áherslan er að almenningur geti og verið sjálfum sér nægur í þrjá daga svo vegna rafmagnsleysis, árflóða eða samgönguleysis þegar vegir rofna. Til að fjármagna verkefnið veitti Jaguar Land Rover Rauða krossinum rúmlega 26 milljón króna fjárhagsstyrk til að halda fræðslufundi víða um land. Auk þess styrkti BL Rauða krossinn til kaupa á Land Rover Discovery til nota á ferðalögunum og var bíllinn afhentur á síðasta ári. Bíllinn er notaður til ferðalaga allan ársins hring og nýtist einkar vel á veturnar í rysjóttum veðrum og slæmri færð. Með í för er sérútbúin og yfirbyggð kerra með ýmsum búnaði sem björgunarfólk þarf að hafa við hendina í neyð.Gert er ráð fyrir að verkefninu hér á landi ljúki eftir tæp tvö ár, þann 1. október 2018. Þegar hefur fjöldi fræðslufunda verið haldinn norðan- og austanlands þar sem víða er virkt net sérþjálfaðra sjálfboðaliða í viðbrögðum og viðbúnaði.Fræðluteymi á vegum Rauða kross Íslands heldur fundi með íbúum víða um land, þar sem áhersla er lögð á að fólk geti verið sjálfu sér nægt í þrjá daga í kjölfar hamfara. Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent
Land Rover hefur frá árinu 1954, í tæp 64 ár, verið náinn samstarfsaðili Alþjóða Rauða krossins og deilda Rauða krossins í einstökum löndum víða um heim. Fyrirtækið leggur mjög mikinn metnað í samstarfið og á bílasýningunni í Genf sem nú stendur yfir kynnti fyrirtækið nýjan Land Rover Discovery sem afhentur verður Rauða krossinum í Austurríki. Bíllinn er búinn mjög fullkomnum dróna sem sérstaklega var hannaður og tæknivæddur til leitarstarfa við erfiðar aðstæður. Drónanum er fjarstýrt úr bílnum þaðan sem hann tekur á loft frá sérhönnuðu skýli á þaki bílsins og lendir þar aftur og skiptir engu máli þótt bíllinn sé á ferð.Jaguar Land Rover og BL stoltir samstarfsaðilar Rauða kross ÍslandsÞess má geta að árið 2015 bættist Ísland í hóp samstarfslanda Jaguar Land Rover og Alþjóða Rauða krossins þegar Jaguar Land Rover, Rauði kross Íslands og BL hófu samstarf um sérstakt átak á landsvísu. Samstarfið hefur það markmið að fræða landsmenn um mikilvægi þess að vera vel undirbúinn gagnvart hamförum þar sem áherslan er að almenningur geti og verið sjálfum sér nægur í þrjá daga svo vegna rafmagnsleysis, árflóða eða samgönguleysis þegar vegir rofna. Til að fjármagna verkefnið veitti Jaguar Land Rover Rauða krossinum rúmlega 26 milljón króna fjárhagsstyrk til að halda fræðslufundi víða um land. Auk þess styrkti BL Rauða krossinn til kaupa á Land Rover Discovery til nota á ferðalögunum og var bíllinn afhentur á síðasta ári. Bíllinn er notaður til ferðalaga allan ársins hring og nýtist einkar vel á veturnar í rysjóttum veðrum og slæmri færð. Með í för er sérútbúin og yfirbyggð kerra með ýmsum búnaði sem björgunarfólk þarf að hafa við hendina í neyð.Gert er ráð fyrir að verkefninu hér á landi ljúki eftir tæp tvö ár, þann 1. október 2018. Þegar hefur fjöldi fræðslufunda verið haldinn norðan- og austanlands þar sem víða er virkt net sérþjálfaðra sjálfboðaliða í viðbrögðum og viðbúnaði.Fræðluteymi á vegum Rauða kross Íslands heldur fundi með íbúum víða um land, þar sem áhersla er lögð á að fólk geti verið sjálfu sér nægt í þrjá daga í kjölfar hamfara.
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent