Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handbolta, er búinn að velja leikmannahópinn sem fer á HM í Frakklandi sem hefst á miðvikudaginn.
Dagur ætlar reyndar að halda einu sæti opnu fram að fyrsta leik Þýskalands sem er gegn Ungverjalandi á föstudaginn.
Þeir Philipp Weber, Erik Schmidt og Jens Schöngarth keppast um þetta eina lausa sæti og þá er reynsluboltinn Holger Glandorf einnig til taks.
Uwe Gensheimer fer ekki með þýska liðinu til Frakklands en faðir hans lést í gær. Gensheimer lék ekki með þýska liðinu í stórsigrinum á Austurríki í kvöld. Eftir leikinn sagði Dagur að Gensheimer kæmi aftur til móts við þýska liðið þegar hann vildi.
Þýskaland er í riðli með Króatíu, Hvíta-Rússlandi, Ungverjalandi, Síle og Sádí-Arabíu á HM.
Þýski hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir:
Andreas Wolff, Kiel
Silvio Heinevetter, Füchse Berlin
Vinstra horn:
Uwe Gensheimer, PSG
Rune Dahmke, Kiel
Hægra horn:
Tobias Reichmann, Kielce
Patrick Groetzki, Rhein-Neckar Löwen
Vinstri skyttur:
Julius Kühn, Gummersbach
Paul Drux, Füchse Berlin
Finn Lemke, Magdeburg
Hægri skytta:
Kai Häfner, Hannover-Burgdorf
Miðjumenn:
Steffen Fäth, Füchse Berlin
Niclas Pieczkowski, Leipzig
Simon Ernst, Gummersbach
Línumenn:
Patrick Wiencek, Kiel
Jannik Kohlbacher, Wetzlar

