Faraday Future í íslenskri náttúru Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2017 09:52 Faraday Future FF 91 í íslenskri náttúru. Það eru ófáir bílaframleiðendurnir sem komið hafa hingað til lands með nýja bíla sína svo hafa megi íslenska náttúru í bakgrunni við myndatökur á þeim. Einn þeirra og líklega sá nýjasti er rafmagnsbílaframleiðendinn Faraday Future sem virðist í haust hafa komið með FF 91 bíl sinn hingað til lands og myndað hann í bak og fyrir, aðallega með hrjóstrugt og sendið landslag í bakgrunni. Þessar myndir sem hér sjást eru áberandi um allan heim þessa dagana og mikið notaðar við kynningu á þessum magnaða bíl. Faraday Future kynnti þennan nýja bíl sinn í síðustu viku á stórri raftækjasýningu í Las Vegas og eðlilega vakti hann þar mikla eftirvæntingu, en hér fer 1.050 hestafla rafmagnsbíll með 610 km drægi. Þessi bíll er ansi snöggur úr sporunum og kemst á 100 km hraða á 2,39 sekúndum.Kunnuglegt landslag.Hrjóstrugt landslag Íslands virðist líka þeim Faraday mönnum.Sandur og meiri sandur. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent
Það eru ófáir bílaframleiðendurnir sem komið hafa hingað til lands með nýja bíla sína svo hafa megi íslenska náttúru í bakgrunni við myndatökur á þeim. Einn þeirra og líklega sá nýjasti er rafmagnsbílaframleiðendinn Faraday Future sem virðist í haust hafa komið með FF 91 bíl sinn hingað til lands og myndað hann í bak og fyrir, aðallega með hrjóstrugt og sendið landslag í bakgrunni. Þessar myndir sem hér sjást eru áberandi um allan heim þessa dagana og mikið notaðar við kynningu á þessum magnaða bíl. Faraday Future kynnti þennan nýja bíl sinn í síðustu viku á stórri raftækjasýningu í Las Vegas og eðlilega vakti hann þar mikla eftirvæntingu, en hér fer 1.050 hestafla rafmagnsbíll með 610 km drægi. Þessi bíll er ansi snöggur úr sporunum og kemst á 100 km hraða á 2,39 sekúndum.Kunnuglegt landslag.Hrjóstrugt landslag Íslands virðist líka þeim Faraday mönnum.Sandur og meiri sandur.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent