Verður Toyota GT86 að Celica? Finnur Thorlacius skrifar 28. september 2017 11:00 Toyota GT86 sportbíllinn gæti orðið að Celica. Þeir sem þekkja vel til sportbílasögu Toyota ættu að þekkja bílnöfnin Supra og Celica vel. Þau eiga það þó sameiginlegt að hafa horfið úr framleiðslulínu Toyota. Þau gætu samt bæði birst þar aftur innan tíðar. Nafnið Supra í formi sportbílsins sem Toyota er að þróa með BMW og Celica í formi næstu kynslóðar sportbílsins GT86 sem í boði hefur verið hjá Toyota í nokkur ár og var þróaður í samstarfi við Subaru. Það er þó ekki alveg víst að svo verði hjá Toyota í tilfelli Celica nafnsins, en einnig er möguleiki að framleiddur verði glænýr coupe-laga sportbíll sem bæri nafnið Celica og að GT86 haldi nafni sínu. Ef svo færi yrði það minnsti sportbíllinn sem Toyota byði kaupendum. Hann yrði þá, líkt og með Celica forðum, framhjóladrifinn bíll. Toyota hefur áður boðað breyttan GT86 sportbíl árið 2019 og það líklega áfram í samstarfi við Subaru. Hvort að bíllinn breytir um nafn þá og fær hið fornfræga nafn Celica verður bara að koma í ljós, en víst er að Celice er enn virtara og frægara nafn en GT86 og það gæti ýtt Toyota einmitt til að skipta um nafn. Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent
Þeir sem þekkja vel til sportbílasögu Toyota ættu að þekkja bílnöfnin Supra og Celica vel. Þau eiga það þó sameiginlegt að hafa horfið úr framleiðslulínu Toyota. Þau gætu samt bæði birst þar aftur innan tíðar. Nafnið Supra í formi sportbílsins sem Toyota er að þróa með BMW og Celica í formi næstu kynslóðar sportbílsins GT86 sem í boði hefur verið hjá Toyota í nokkur ár og var þróaður í samstarfi við Subaru. Það er þó ekki alveg víst að svo verði hjá Toyota í tilfelli Celica nafnsins, en einnig er möguleiki að framleiddur verði glænýr coupe-laga sportbíll sem bæri nafnið Celica og að GT86 haldi nafni sínu. Ef svo færi yrði það minnsti sportbíllinn sem Toyota byði kaupendum. Hann yrði þá, líkt og með Celica forðum, framhjóladrifinn bíll. Toyota hefur áður boðað breyttan GT86 sportbíl árið 2019 og það líklega áfram í samstarfi við Subaru. Hvort að bíllinn breytir um nafn þá og fær hið fornfræga nafn Celica verður bara að koma í ljós, en víst er að Celice er enn virtara og frægara nafn en GT86 og það gæti ýtt Toyota einmitt til að skipta um nafn.
Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent