Lífið

Förðunarbloggari missti alla styrktaraðila eftir að rasísk tíst komu upp á yfirborðið

Sylvía Hall skrifar
Bloggarinn birti afsökunarbeiðni á YouTube-síðu sinni, en mörgum þykir hún vera ósannfærandi og hafa netverjar gert mikið grín af henni.
Bloggarinn birti afsökunarbeiðni á YouTube-síðu sinni, en mörgum þykir hún vera ósannfærandi og hafa netverjar gert mikið grín af henni. Skjáskot
YouTube-bloggarinn Laura Lee hefur misst alla samstarfssamninga og styrktaraðila eftir að gömul tíst frá henni kom upp á yfirborðið, en tístin þykja heldur rasísk.

Tístin sem um ræðir þykja meðal annars niðrandi í garð svartra, og segir í einu tístinu: „Hér er ráð til svartra, ef þú girðir upp um þig buxurnar getur þú hlaupið hraðar frá lögreglunni...#verðiþéraðgóðu.“

Þá gerði hún einnig grín að fólki af asískum uppruna og gerði grín að lagi rapparanna Jay-Z og Kanye West, Ni**as In Paris á niðrandi hátt.

Förðunarbloggarinn gerði grín af augum þeirra sem eru af asískum uppruna, og sagði það einungis þurfa tannþráð til þess að binda fyrir augu þeirra.Twitter
Mörg tíst bloggarans þykja niðrandi í garð svartra.Twitter
Í kjölfarið missti Lee samninga sína við fyrirtæki á borð við sólgleraugnaframleiðandann Diff Eyewear og Morphe Brushes, sem er einn vinsælasti framleiðandi förðunarbusta í heimi. Einnig missti hún hundruði þúsunda fylgjenda eftir að tístið kom upp á yfirborðið.

Þá hefur stórfyrirtækið Ulta sagt upp samningum sínum við bloggarann og segja í tilkynningu að samstarf við hana vinni gegn gildum fyrirtækisins. Fyrirhugað var að Lee myndi gefa út sína eigin förðunarlínu í samstarfi við fyrirtækið.

„Við höfum ákveðið að hætta við fyrirhugaða snyrtivörulínu, Laura Lee Los Angeles. Ulta Beauty hefur jafnrétti og fjölbreytileika að leiðarljósi,“ segir talsmaður fyrirtækisins.

Hér að neðan má sjá afsökunarbeiðni bloggarans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×