Mættu með sjö hugmyndir á Café Paris Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2018 16:30 Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson. Viðskiptafélagarnir og bestu vinirnir Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson ákváðu strax á táningsárum að þeir ætluðu ekki að feta sömu braut og ótal margir aðrir, halda í frekara nám og sækja um vinnu. Þvert á móti klæjaði þeim í fingurna að skapa sitt eigið og stofna rekstur í kringum hugmyndirnar sem þeir gengu með í höfðinu. Í dag, fimm árum eftir útskrift úr Menntaskólanum við Sund, reka þeir tvö fyrirtæki á talsverðri siglingu og eru með nokkurn fjölda fólks í vinnu. „Við ákváðum að hittast einu sinni í viku á Café Paris, fá okkur kaffi og báðir myndum við mæta með fimm hugmyndir, eða sjö hugmyndir að „bissness“,“ segir Daníel. „Þetta var mjög einbeittur brotavilji að fara út í „bissness“ saman, við vorum alltaf að hittast og ræða einhverjar hugmyndir. Það voru margar lélegar sem komu upp, en nokkrar góðar líka,“ segir Egill.Byrjaði sem djamm á launum Þeir voru hins vegar nokkuð fljótir að ná flugi með fyrsta alvöru reksturinn, ferðaþjónustufyrirtækið Wake Up Reykjavík – sem gerir út á borgarrölt, matar- og næturlífstúra fyrir ferðamenn, sem hefur sprungið út síðustu misseri. „Ég held að það hafi ekki verið nein brjáluð bissness pæling á bak við það, hugmyndin er svolítið bara, eða var hugmyndin ekki að það væri gaman að djamma á launum?“ segir Egill. „Það byrjaði þannig, sem hljómar hræðilega,“ segir Daníel. Fljótlega þróaðist hugmyndin þó yfir í meiri alvöru, en fyrstu mánuðina héldu þeir félagar starfseminni uppi sjálfir, fóru með marga hópa á flakk um borgina í hverri viku og tóku sjaldan frí.Farnir að búa til mikla peninga um helgar „Eftir hark í eitt tvö ár sáum við að við vorum farnir að búa til góðan pening um helgar á að fara á djammið með liði. Þá fórum við að hugsa, ókei, við erum að búa til pening tvo daga í viku á kvöldin og sjáum að við þurfum að búa til eitthvað á móti því. Þá förum við út í að gera matartúra líka og erum að búa til pening á kvöldin og á daginn, en í dag erum við með kvöld- og dagstúra alla daga ársins,“ segir Egill. Þeir koma þó mun minna að rekstrinum sjálfir í dag, enda eru starfsmenn fyrirtækisins jafnan á bilinu tíu til fimmtán. Á meðan sinna þeir uppbyggingu annars fyrirtækis á allt öðru sviði, Gorilla House, sem sér um ýmiss konar lagerlausnir fyrir netverslanir.Leystu vandamálið sem þeir sáu í netverslanarekstri „Við höfðum lengi séð fyrir okkur að fara yfir í „retail“ líka, fengið margar hugmyndir en aldrei tekið skrefið. Við áttuðum okkur á því að það er þessi hausverkur sem þú þarft að eiga við. Þú þarft að vera með lager og sjá einhvern veginn um það, pakka því og koma út á pósthús,“ segir Daníel. „Þetta er svona eiginlega það sem okkur fannst ekki nógu sexí við að vera með netverslun, okkur fannst þetta vanta,“ segir Egill. Í náinni framtíð stendur því til að stækka fyrirtækið auk þess að vinna að fleiri verkefnum, þ.á.m. Podcast útvarpsþætti. Þeir hafa þegar ráðið einn starfsmann í lagerhúsnæðið, en sjá fyrir sér mikla stækkunarmöguleika næstu misserin.Það er ekki úr vegi að spyrja, hvernig fara menn að því að reka tvö svona gjörólík fyrirtæki 25 ára gamlir?„Fyrst og fremst þá þarf fólk að láta vaða, taka af skarið.“Daníel og Egill voru meðal viðmælenda Íslands í dag í gærkvöldi, en innslagið má sjá hér að neðan Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Viðskiptafélagarnir og bestu vinirnir Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson ákváðu strax á táningsárum að þeir ætluðu ekki að feta sömu braut og ótal margir aðrir, halda í frekara nám og sækja um vinnu. Þvert á móti klæjaði þeim í fingurna að skapa sitt eigið og stofna rekstur í kringum hugmyndirnar sem þeir gengu með í höfðinu. Í dag, fimm árum eftir útskrift úr Menntaskólanum við Sund, reka þeir tvö fyrirtæki á talsverðri siglingu og eru með nokkurn fjölda fólks í vinnu. „Við ákváðum að hittast einu sinni í viku á Café Paris, fá okkur kaffi og báðir myndum við mæta með fimm hugmyndir, eða sjö hugmyndir að „bissness“,“ segir Daníel. „Þetta var mjög einbeittur brotavilji að fara út í „bissness“ saman, við vorum alltaf að hittast og ræða einhverjar hugmyndir. Það voru margar lélegar sem komu upp, en nokkrar góðar líka,“ segir Egill.Byrjaði sem djamm á launum Þeir voru hins vegar nokkuð fljótir að ná flugi með fyrsta alvöru reksturinn, ferðaþjónustufyrirtækið Wake Up Reykjavík – sem gerir út á borgarrölt, matar- og næturlífstúra fyrir ferðamenn, sem hefur sprungið út síðustu misseri. „Ég held að það hafi ekki verið nein brjáluð bissness pæling á bak við það, hugmyndin er svolítið bara, eða var hugmyndin ekki að það væri gaman að djamma á launum?“ segir Egill. „Það byrjaði þannig, sem hljómar hræðilega,“ segir Daníel. Fljótlega þróaðist hugmyndin þó yfir í meiri alvöru, en fyrstu mánuðina héldu þeir félagar starfseminni uppi sjálfir, fóru með marga hópa á flakk um borgina í hverri viku og tóku sjaldan frí.Farnir að búa til mikla peninga um helgar „Eftir hark í eitt tvö ár sáum við að við vorum farnir að búa til góðan pening um helgar á að fara á djammið með liði. Þá fórum við að hugsa, ókei, við erum að búa til pening tvo daga í viku á kvöldin og sjáum að við þurfum að búa til eitthvað á móti því. Þá förum við út í að gera matartúra líka og erum að búa til pening á kvöldin og á daginn, en í dag erum við með kvöld- og dagstúra alla daga ársins,“ segir Egill. Þeir koma þó mun minna að rekstrinum sjálfir í dag, enda eru starfsmenn fyrirtækisins jafnan á bilinu tíu til fimmtán. Á meðan sinna þeir uppbyggingu annars fyrirtækis á allt öðru sviði, Gorilla House, sem sér um ýmiss konar lagerlausnir fyrir netverslanir.Leystu vandamálið sem þeir sáu í netverslanarekstri „Við höfðum lengi séð fyrir okkur að fara yfir í „retail“ líka, fengið margar hugmyndir en aldrei tekið skrefið. Við áttuðum okkur á því að það er þessi hausverkur sem þú þarft að eiga við. Þú þarft að vera með lager og sjá einhvern veginn um það, pakka því og koma út á pósthús,“ segir Daníel. „Þetta er svona eiginlega það sem okkur fannst ekki nógu sexí við að vera með netverslun, okkur fannst þetta vanta,“ segir Egill. Í náinni framtíð stendur því til að stækka fyrirtækið auk þess að vinna að fleiri verkefnum, þ.á.m. Podcast útvarpsþætti. Þeir hafa þegar ráðið einn starfsmann í lagerhúsnæðið, en sjá fyrir sér mikla stækkunarmöguleika næstu misserin.Það er ekki úr vegi að spyrja, hvernig fara menn að því að reka tvö svona gjörólík fyrirtæki 25 ára gamlir?„Fyrst og fremst þá þarf fólk að láta vaða, taka af skarið.“Daníel og Egill voru meðal viðmælenda Íslands í dag í gærkvöldi, en innslagið má sjá hér að neðan
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira