Jóhann Þór: Þetta var engin Mourinho taktík Smári Jökull Jónsson í Röstinni skrifar 1. nóvember 2018 21:13 Jóhann sá jákvæða punkta hjá liði Grindavíkur í kvöld. vísir/vilhelm „Það var fullt af ljósum punktum í þessu en við erum enn í þróunarferli og eigum langt í land. Það voru jákvæðir punktar úti um allt samt,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir sigurinn gegn Val í kvöld suður með sjó. „Fyrsti og þriðji leikhluti standa upp úr varnarlega og ákvarðanatökur sóknarlega eru betri þó svo að þær megi vera töluvert skárri. Varnarlega erum við að gera barnaleg mistök og eigum töluvert í land þar,“ bætti Jóhann við þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Lewis Clinch skoraði 24 stig í kvöld og átti sinn besta leik síðan hann mætti í Grindavík á nýjan leik. Ólafur Ólafsson átti einnig fína spretti og setti sigurkörfuna undir lokin fyrir utan þriggja stiga línuna. „Lewis var flottur í restina og skoraði stórar körfur. Skotið hjá Ólafi var kannski týpískt varðandi skotavalið sem ég er að tala um, en það fór niður þannig að það bjargaðist fyrir okkur.“ Tiegbe Bamba lék sinn fyrsta leik í gula búningnum í kvöld og átti ágæta innkomu, skoraði 9 stig og tók 8 fráköst og sýndi að það er ýmislegt í hann spunnið. „Hann var allt í lagi. Þetta er flottur leikmaður og kann körfubolta, mikill skrokkur og allt það. Við þurfum að finna leiðir til að nýta okkur hann í vörn og sókn og ég hef engar áhyggjur af því.“ Eftir tapleikinn gegn Keflavík um daginn lét Jóhann Þór hafa eftir sér á Vísi að hann væri að velta fyrir sér að hætta með liðið. Mörgum fannst ummælin sérstök og sérfræðingar Domino´s körfuboltakvölds ræddu meðal annars um áhrif þessara orða á lið Grindavíkur. Sér Jóhann eftir þessum orðum? „Alls ekki. Ég get ekki sagt að þetta sé enn að fara í gegnum hausinn. Við settumst niður og ræddum þetta fram og til baka. Ég er þannig að það sem fer í gegnum hausinn á mér frussast út. Þetta var engin Mourinho-taktík eins og einhverjir voru að tala um. Þetta var það sem fór í gegnum hausinn á mér.“ „Við funduðum bæði föstudag og laugardag eftir leikinn og ræddum þetta fram og til baka. Þetta er bara búið og gert og áfram gakk,“ sagði Jóhann Þór að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 62-97 | Keflavík slátraði nágrönnunum Keflavík rótburstaði nágranna sína í Grindavík í 3.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir höfðu yfirhöndina nánast frá upphafi, leiddu með 25 stigum í hálfleik og heimamenn áttu aldrei möguleika. Lokatölur 97-62 og Keflavík þar með að vinna sinn annan sigur í röð en Grindavík hefur tapað síðustu tveimur. 18. október 2018 22:00 Körfuboltakvöld um Grindavík: „Ég skil ekkert í þessu“ Domino's Körfuboltakvöld var á sínum á föstudagskvöldið en þar var gerð upp síðasta umferð í bæði Dominos-deild karla og kvenna. 21. október 2018 19:45 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
„Það var fullt af ljósum punktum í þessu en við erum enn í þróunarferli og eigum langt í land. Það voru jákvæðir punktar úti um allt samt,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir sigurinn gegn Val í kvöld suður með sjó. „Fyrsti og þriðji leikhluti standa upp úr varnarlega og ákvarðanatökur sóknarlega eru betri þó svo að þær megi vera töluvert skárri. Varnarlega erum við að gera barnaleg mistök og eigum töluvert í land þar,“ bætti Jóhann við þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Lewis Clinch skoraði 24 stig í kvöld og átti sinn besta leik síðan hann mætti í Grindavík á nýjan leik. Ólafur Ólafsson átti einnig fína spretti og setti sigurkörfuna undir lokin fyrir utan þriggja stiga línuna. „Lewis var flottur í restina og skoraði stórar körfur. Skotið hjá Ólafi var kannski týpískt varðandi skotavalið sem ég er að tala um, en það fór niður þannig að það bjargaðist fyrir okkur.“ Tiegbe Bamba lék sinn fyrsta leik í gula búningnum í kvöld og átti ágæta innkomu, skoraði 9 stig og tók 8 fráköst og sýndi að það er ýmislegt í hann spunnið. „Hann var allt í lagi. Þetta er flottur leikmaður og kann körfubolta, mikill skrokkur og allt það. Við þurfum að finna leiðir til að nýta okkur hann í vörn og sókn og ég hef engar áhyggjur af því.“ Eftir tapleikinn gegn Keflavík um daginn lét Jóhann Þór hafa eftir sér á Vísi að hann væri að velta fyrir sér að hætta með liðið. Mörgum fannst ummælin sérstök og sérfræðingar Domino´s körfuboltakvölds ræddu meðal annars um áhrif þessara orða á lið Grindavíkur. Sér Jóhann eftir þessum orðum? „Alls ekki. Ég get ekki sagt að þetta sé enn að fara í gegnum hausinn. Við settumst niður og ræddum þetta fram og til baka. Ég er þannig að það sem fer í gegnum hausinn á mér frussast út. Þetta var engin Mourinho-taktík eins og einhverjir voru að tala um. Þetta var það sem fór í gegnum hausinn á mér.“ „Við funduðum bæði föstudag og laugardag eftir leikinn og ræddum þetta fram og til baka. Þetta er bara búið og gert og áfram gakk,“ sagði Jóhann Þór að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 62-97 | Keflavík slátraði nágrönnunum Keflavík rótburstaði nágranna sína í Grindavík í 3.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir höfðu yfirhöndina nánast frá upphafi, leiddu með 25 stigum í hálfleik og heimamenn áttu aldrei möguleika. Lokatölur 97-62 og Keflavík þar með að vinna sinn annan sigur í röð en Grindavík hefur tapað síðustu tveimur. 18. október 2018 22:00 Körfuboltakvöld um Grindavík: „Ég skil ekkert í þessu“ Domino's Körfuboltakvöld var á sínum á föstudagskvöldið en þar var gerð upp síðasta umferð í bæði Dominos-deild karla og kvenna. 21. október 2018 19:45 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 62-97 | Keflavík slátraði nágrönnunum Keflavík rótburstaði nágranna sína í Grindavík í 3.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir höfðu yfirhöndina nánast frá upphafi, leiddu með 25 stigum í hálfleik og heimamenn áttu aldrei möguleika. Lokatölur 97-62 og Keflavík þar með að vinna sinn annan sigur í röð en Grindavík hefur tapað síðustu tveimur. 18. október 2018 22:00
Körfuboltakvöld um Grindavík: „Ég skil ekkert í þessu“ Domino's Körfuboltakvöld var á sínum á föstudagskvöldið en þar var gerð upp síðasta umferð í bæði Dominos-deild karla og kvenna. 21. október 2018 19:45