„Við erum auðvitað stolt af íslenskunni og okkur finnst íslenski textinn sterkari en sá enski. Það má líka segja að veðurguðirnir hafi öskrað íslenska textann síðustu daga! Við höfum hátt og berjumst gegn óveðrum í alls konar myndum. Þetta þýðir að ef við sigrum þá mun íslenskan hljóma í eyrum Evrópubúa í Lissabon í maí, flutt af hinum magnaða Degi Sigurðssyni,“ segir í tilkynningunni.
Júlí Heiðar deildi fréttunum stoltur á sinni Facebook síðu þar sem hann sagði að það væri gaman ef íslenski textinn hans fengi að hljóma í sjónvarpstækjum Evrópubúa.
Flutning Dags í undankeppninni má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.