Enginn vildi styrkja eina stærstu stjörnu Svía fyrir ÓL en það er allt breytt núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 12:00 Hanna Öberg með Karl Gústaf Svíakonungi. Vísir/Getty Hin 22 ára gamla Hanna Öberg er ein af stærstu stjörnum Svía á Ólympíuleikunum í Pyeongchang. Öberg var lítt þekkt fyrir leikana í Suður-Kóreu en vann gullverðlaun í einstaklingskeppni skíðaskotfiminnar og svo silfur í boðgöngu með sænska landsliðinu eftir frábæran endasprett hennar. Hanna Öberg hafði unnið tvenn gullverðlaun á HM unglinga árið 2016 en þetta eru fyrstu verðlaun hennar á stórmóti fullorðinna. Á HM í fyrra endaði hún í 55. sæti í sömu grein og hún vann í Pyeongchang. Margt hefur því breyst á stuttum tíma og Hanna Öberg hefur skotist upp á stjörnuhimininn í sænska íþróttaheiminum á síðustu dögum. Hanna var líka ofarlega í öllum hinum einstaklingsgreinunum á ÓL, fimmta í eltigöngu (pursuit) og hópgöngunni (Mass start) en var síðan sjöunda í sprettgöngunni. Hún átti síðan frábæran lokasprett þegar Svíar tryggðu sér silfrið í boðgöngunni. Það fylgir sögunni að ekkert fyrirtæki vildi styrkja hana fyrir Ólympíuleikana í Suður-Kóreu. Nú mun það breytast og von á því að fyrirtækin keppist um að gera við hana samning. Faðir hennar Tomas Öberg ræddi breytta stöðu dóttur sinnar í viðtali við Expressen. Hún hefur hingað til þurft að treysta á framlög frá sænska samböndunum til að geta stundað íþróttina sína.Hanna Öberg kan få en gata i Piteå: ”Den diskussionen har redan kommit i gång” https://t.co/IgTxtdNfqi — SportExpressen (@SportExpressen) February 22, 2018 „Nú erum við komin í allt aðra samningastöðu og ég vona að margir vilji styrkja okkur,“ sagði Tomas Öberg, faðir Hönnu. Blaðamaður Expressen telur að takist Hönnu að halda sér inn á topp tíu þá getur hún átt vona á því að fá inn á milli þriggja og fimm milljóna sænskra króna en það eru 37 til 62 milljónir íslenskra króna. Vinsældar hennar Hönnu eru orðnar það miklar að nú er meðal annars rætt um það að hún fái götu skírða eftir sér í heimabænum hennar Piteå eins og má sjá hér fyrir ofan. Já það hefur margt breyst í hennar lífi á stuttum tíma. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira
Hin 22 ára gamla Hanna Öberg er ein af stærstu stjörnum Svía á Ólympíuleikunum í Pyeongchang. Öberg var lítt þekkt fyrir leikana í Suður-Kóreu en vann gullverðlaun í einstaklingskeppni skíðaskotfiminnar og svo silfur í boðgöngu með sænska landsliðinu eftir frábæran endasprett hennar. Hanna Öberg hafði unnið tvenn gullverðlaun á HM unglinga árið 2016 en þetta eru fyrstu verðlaun hennar á stórmóti fullorðinna. Á HM í fyrra endaði hún í 55. sæti í sömu grein og hún vann í Pyeongchang. Margt hefur því breyst á stuttum tíma og Hanna Öberg hefur skotist upp á stjörnuhimininn í sænska íþróttaheiminum á síðustu dögum. Hanna var líka ofarlega í öllum hinum einstaklingsgreinunum á ÓL, fimmta í eltigöngu (pursuit) og hópgöngunni (Mass start) en var síðan sjöunda í sprettgöngunni. Hún átti síðan frábæran lokasprett þegar Svíar tryggðu sér silfrið í boðgöngunni. Það fylgir sögunni að ekkert fyrirtæki vildi styrkja hana fyrir Ólympíuleikana í Suður-Kóreu. Nú mun það breytast og von á því að fyrirtækin keppist um að gera við hana samning. Faðir hennar Tomas Öberg ræddi breytta stöðu dóttur sinnar í viðtali við Expressen. Hún hefur hingað til þurft að treysta á framlög frá sænska samböndunum til að geta stundað íþróttina sína.Hanna Öberg kan få en gata i Piteå: ”Den diskussionen har redan kommit i gång” https://t.co/IgTxtdNfqi — SportExpressen (@SportExpressen) February 22, 2018 „Nú erum við komin í allt aðra samningastöðu og ég vona að margir vilji styrkja okkur,“ sagði Tomas Öberg, faðir Hönnu. Blaðamaður Expressen telur að takist Hönnu að halda sér inn á topp tíu þá getur hún átt vona á því að fá inn á milli þriggja og fimm milljóna sænskra króna en það eru 37 til 62 milljónir íslenskra króna. Vinsældar hennar Hönnu eru orðnar það miklar að nú er meðal annars rætt um það að hún fái götu skírða eftir sér í heimabænum hennar Piteå eins og má sjá hér fyrir ofan. Já það hefur margt breyst í hennar lífi á stuttum tíma.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira