Körfubolti

Körfuboltakvöld: Tvíeggja sverð að vera með svona 40-50 stiga leikmann

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kendall Lamont Anthony er búinn að vera frábær fyrir Val.
Kendall Lamont Anthony er búinn að vera frábær fyrir Val. vísir/bára
Kendall Lamont Anthony, leikstjórnandi Vals í Domino´s-deild karla í körfubolta, fór á kostum í sigurleik liðsins á móti Skallagrími á mánudagskvöldið en hann skoraði þá 48 stig, tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar.

Anthony er búinn að vera alveg stórkostlegur í leikjunum sex sem hann hefur spilað fyrir Valsliðið en í heildina er hann með 33 stig, tíu stoðsendingar og fjögur fráköst að meðaltali í leik.

„Ég kynntist því að vera með svona leikmann þegar ég var með Stephen Bonneau. Það getur verið tvíeggja sverð að vera með leikmann sem þú treystir á að skori 40-50 stig í leik,“ sagði Teitur Örlygsson í Domino´s-Körfuboltakvöldi í gær en hann er mjög hrifinn af Kananum smávaxna.

„Þetta er frábær leikmaður, en restin af liðinu verður að vera tilbúin að spila með svona leikmanni,“ sagði Teitur og Kristinn efast ekki um að þeim líði vel.

„Leikmönnum Vals hlýtur að líða vel með þennan gaur í kringum sig. Hann ber boltann upp, hann matar þá, hann stillir upp. Þegar þú ert með leikstjórnanda sem er svona góður getur þér ekki annað en liðið vel,“ sagði Kristinn Friðriksson.

Alla umræðuna má sjá hér að neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld - Kendall Lamont fer á kostum

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×