Nýtt fyrirkomulag á vali laga í Söngvakeppnina Stefán Árni Pálsson skrifar 20. september 2018 11:30 Ari Ólafsson söng sig inn í hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í Söngvakeppni sjónvarpsins. RÚV Frá og með deginum í dag er hægt að senda inn lög í Söngvakeppnina 2019 en þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Keppnin verður haldin í febrúar og mars á næsta ári. Sigurlagið verður fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Tel Aviv í Ísrael, 14.-18. maí 2019. Um tvö hundruð milljónir manna fylgdust með Eurovision í fyrra. Úrslit Söngvakeppninnar 2019 verða í Laugardalshöll, líkt og undanfarin ár. Síðustu ár hafa 12 lög verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni úr innsendum lögum. Sérstök dómnefnd, skipuð fulltrúum frá FTT, FÍH og RÚV, hefur farið yfir lögin og mælt með lögum í keppnina.Leitað til höfunda Tíu lög verða í Söngvakeppninni 2019 og hefur fyrirkomulaginu við valið á þeim verið breytt. Reyndir og vinsælir lagahöfundar verða ráðnir til að semja hluta laganna en auk þess verður valið úr innsendum lögum líkt síðustu ár. Þar til viðbótar verður staðið fyrir sérstakri söngsmiðju fyrir upptökustjóra, höfunda og flytjendur sem Félag tónskálda og textahöfunda (FTT) hefur veg og vanda af í samstarfi við RÚV. Til greina kemur að nýta afrakstur þeirrar vinnu við val á lögum í keppnina.Lee Proudlistrænn stjórnandi Í tilkynningunni segir að RÚV hafi ráðið breska danshöfundinn Lee Proud sem listrænan stjórnanda og danshöfund keppninnar. Hann er danshöfundur í þekktum söngleikjum um allan heim og hefur undanfarin ár stýrt nokkrum af stærstu söngleikjunum hér á landi eins og Mary Poppins, Billy Elliot og Mamma mía. Samúel J. Samúelsson verðurtónlistarstjóri líkt og í fyrra. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir aðstoðardagskrárstjóri RÚV, sem situr í framkvæmdastjórn keppninnar, segist binda vonir við að með nýju fyrirkomulagi verði lögin í keppninni fjölbreyttari og sterkari. „Keppnin stækkar frá ári til árs og við höfum verið gríðarlega ánægð með þróun hennar. Í ár ákváðum við að breyta fyrirkomulaginu og við teljum að það skili fjölbreyttari, skemmtilegri og enn betri lögum,” segir Ragnhildur Steinunn í tilkynningunni. Hún bætir við að það sé mikill fengur í Lee Proud.Úrslitin í Laugardalshöll Undankeppnir verða í Háskólabíói 9. og 16. febrúar og úrslitakeppnin verður svo haldin með pomp og prakt í Laugardalshöll 2. mars. Síðustu ár hafa erlendar stórstjörnur úr Eurovision komið fram í Höllinni, m.a. Robin Bengtsson, Emily deForest, Alexander Rybak, Loreen og Måns Zelmerlöw. Til stendur að halda áfram á þessari braut og bjóða enn einni stjörnunni á úrslitakvöldið í mars. Lagahöfundar geta sent lög í Söngvakeppnina 2019 á vefinn, songvakeppnin.is. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 22. október. Í byrjun janúar verður tilkynnt hvaða lög taka þátt. Ný innsendingargátt hefur verið tekin í notkun og þarf rafræn skilríki til að komast inn á hana. Er þetta gert til að gæta fyllsta öryggis í meðferð persónuupplýsinga. Eurovision Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Sjá meira
Frá og með deginum í dag er hægt að senda inn lög í Söngvakeppnina 2019 en þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Keppnin verður haldin í febrúar og mars á næsta ári. Sigurlagið verður fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Tel Aviv í Ísrael, 14.-18. maí 2019. Um tvö hundruð milljónir manna fylgdust með Eurovision í fyrra. Úrslit Söngvakeppninnar 2019 verða í Laugardalshöll, líkt og undanfarin ár. Síðustu ár hafa 12 lög verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni úr innsendum lögum. Sérstök dómnefnd, skipuð fulltrúum frá FTT, FÍH og RÚV, hefur farið yfir lögin og mælt með lögum í keppnina.Leitað til höfunda Tíu lög verða í Söngvakeppninni 2019 og hefur fyrirkomulaginu við valið á þeim verið breytt. Reyndir og vinsælir lagahöfundar verða ráðnir til að semja hluta laganna en auk þess verður valið úr innsendum lögum líkt síðustu ár. Þar til viðbótar verður staðið fyrir sérstakri söngsmiðju fyrir upptökustjóra, höfunda og flytjendur sem Félag tónskálda og textahöfunda (FTT) hefur veg og vanda af í samstarfi við RÚV. Til greina kemur að nýta afrakstur þeirrar vinnu við val á lögum í keppnina.Lee Proudlistrænn stjórnandi Í tilkynningunni segir að RÚV hafi ráðið breska danshöfundinn Lee Proud sem listrænan stjórnanda og danshöfund keppninnar. Hann er danshöfundur í þekktum söngleikjum um allan heim og hefur undanfarin ár stýrt nokkrum af stærstu söngleikjunum hér á landi eins og Mary Poppins, Billy Elliot og Mamma mía. Samúel J. Samúelsson verðurtónlistarstjóri líkt og í fyrra. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir aðstoðardagskrárstjóri RÚV, sem situr í framkvæmdastjórn keppninnar, segist binda vonir við að með nýju fyrirkomulagi verði lögin í keppninni fjölbreyttari og sterkari. „Keppnin stækkar frá ári til árs og við höfum verið gríðarlega ánægð með þróun hennar. Í ár ákváðum við að breyta fyrirkomulaginu og við teljum að það skili fjölbreyttari, skemmtilegri og enn betri lögum,” segir Ragnhildur Steinunn í tilkynningunni. Hún bætir við að það sé mikill fengur í Lee Proud.Úrslitin í Laugardalshöll Undankeppnir verða í Háskólabíói 9. og 16. febrúar og úrslitakeppnin verður svo haldin með pomp og prakt í Laugardalshöll 2. mars. Síðustu ár hafa erlendar stórstjörnur úr Eurovision komið fram í Höllinni, m.a. Robin Bengtsson, Emily deForest, Alexander Rybak, Loreen og Måns Zelmerlöw. Til stendur að halda áfram á þessari braut og bjóða enn einni stjörnunni á úrslitakvöldið í mars. Lagahöfundar geta sent lög í Söngvakeppnina 2019 á vefinn, songvakeppnin.is. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 22. október. Í byrjun janúar verður tilkynnt hvaða lög taka þátt. Ný innsendingargátt hefur verið tekin í notkun og þarf rafræn skilríki til að komast inn á hana. Er þetta gert til að gæta fyllsta öryggis í meðferð persónuupplýsinga.
Eurovision Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Sjá meira