Tæplega þrjátíu þúsund miðar fara í sölu á Ed Sheeran Stefán Árni Pálsson skrifar 20. september 2018 09:45 Sheeran stígur á sviðið á Laugardalsvelli þann 10. ágúst 2019. „Við höfum verið að vinna í þessu í tvö ár og undanfarið ár hefur þetta verið mikil pappírsvinna,“ segir Ísleifur Þórhallsson hjá Senu Live en fyrirtækið tilkynnti í morgun að breski tónlistamaðurinn Ed Sheeran komi fram á tónleikum á Laugardalsvelli 10. ágúst næsta sumar. „Við þurftum sjá hvort að sviðið komist fyrir og allskonar smáatriði varðandi víra og græjur sem hefur verið mikil vinna. Hann er að taka 24 tónleika á þessum túr og það er mikill heiður fyrir okkur að fá að vera með í þessu. Hann kemur frá Búdapest yfir til Reykjavíkur og síðan fer hann heim til Englands.“Þrjátíu þúsund miðar Samkvæmt heimildum Vísis fara tæplega þrjátíu þúsund miðar í sölu og verða þeir allir seldir á sama tíma. Líklegt verður að teljast að uppselt verði á tónleikana þar sem Sheeran heldur nánast aldrei tónleika án þess að selja upp. Samkvæmt sömu heimildum verða 10 þúsund miðar í sæti og um tuttugu þúsund miðar í stæði.Sjá einnig: Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar „Við munum selja alla miðana í einu og þetta verður stafræn biðröð. Það er ekkert aðalatriðið fyrir okkur að selja þá alla um leið, við viljum gera þetta rétt og þessi stafræna röð mun bara hleypa fólki inn í réttri röð.“ Ísleifur segir að Ed Sheeran sé stærsti tónlistamaður samtímans, punktur.Alltaf uppselt „Það er alltaf uppselt á alla hans tónleika og hann er söluhæsti tónlistarmaður sögunnar hvað varðar tónleikahald. Það er ekki í kortunum eins og staðan er núna að við getum boðið upp á aukatónleika.“ Tónleikafyrirtækið AEG vinnur verkefnið með Senu Live en fyrirtækið kom einnig að tvennum tónleikum Justin Bieber hér á landi árið 2016. Fyrirtækið er eitt stærsta í heiminum í þessum bransa. „Fyrir okkur að vera komin í svona náið samstarf við svona risafyrirtæki er bara magnað og að Ísland nái inn dagsetningu í þessum 24 tónleika túr er einnig ótrúlegt. Hann vill bara koma til Íslands.“ Miðasalan hefst 27. september á slaginu níu á tix.is/ED Í boði verða fjögur verðsvæði: – Standandi: 15.990 kr – Sitjandi C: 19.990 kr – Sitjandi B: 24.990 kr – Sitjandi A: 29.990 kr.- Ed Sheeran á Íslandi Tengdar fréttir Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli 10. ágúst 2019 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. 20. september 2018 09:02 Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
„Við höfum verið að vinna í þessu í tvö ár og undanfarið ár hefur þetta verið mikil pappírsvinna,“ segir Ísleifur Þórhallsson hjá Senu Live en fyrirtækið tilkynnti í morgun að breski tónlistamaðurinn Ed Sheeran komi fram á tónleikum á Laugardalsvelli 10. ágúst næsta sumar. „Við þurftum sjá hvort að sviðið komist fyrir og allskonar smáatriði varðandi víra og græjur sem hefur verið mikil vinna. Hann er að taka 24 tónleika á þessum túr og það er mikill heiður fyrir okkur að fá að vera með í þessu. Hann kemur frá Búdapest yfir til Reykjavíkur og síðan fer hann heim til Englands.“Þrjátíu þúsund miðar Samkvæmt heimildum Vísis fara tæplega þrjátíu þúsund miðar í sölu og verða þeir allir seldir á sama tíma. Líklegt verður að teljast að uppselt verði á tónleikana þar sem Sheeran heldur nánast aldrei tónleika án þess að selja upp. Samkvæmt sömu heimildum verða 10 þúsund miðar í sæti og um tuttugu þúsund miðar í stæði.Sjá einnig: Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar „Við munum selja alla miðana í einu og þetta verður stafræn biðröð. Það er ekkert aðalatriðið fyrir okkur að selja þá alla um leið, við viljum gera þetta rétt og þessi stafræna röð mun bara hleypa fólki inn í réttri röð.“ Ísleifur segir að Ed Sheeran sé stærsti tónlistamaður samtímans, punktur.Alltaf uppselt „Það er alltaf uppselt á alla hans tónleika og hann er söluhæsti tónlistarmaður sögunnar hvað varðar tónleikahald. Það er ekki í kortunum eins og staðan er núna að við getum boðið upp á aukatónleika.“ Tónleikafyrirtækið AEG vinnur verkefnið með Senu Live en fyrirtækið kom einnig að tvennum tónleikum Justin Bieber hér á landi árið 2016. Fyrirtækið er eitt stærsta í heiminum í þessum bransa. „Fyrir okkur að vera komin í svona náið samstarf við svona risafyrirtæki er bara magnað og að Ísland nái inn dagsetningu í þessum 24 tónleika túr er einnig ótrúlegt. Hann vill bara koma til Íslands.“ Miðasalan hefst 27. september á slaginu níu á tix.is/ED Í boði verða fjögur verðsvæði: – Standandi: 15.990 kr – Sitjandi C: 19.990 kr – Sitjandi B: 24.990 kr – Sitjandi A: 29.990 kr.-
Ed Sheeran á Íslandi Tengdar fréttir Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli 10. ágúst 2019 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. 20. september 2018 09:02 Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli 10. ágúst 2019 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. 20. september 2018 09:02