Bjarni Fritzson: Fékk rautt spjald fyrir að sparka í brúsa Arnar Geir Halldórsson skrifar 20. október 2018 19:30 Bjarni Fritzson er þjálfari ÍR. vísir/bára KA og ÍR skildu jöfn eftir æsilega lokamínútur í 6.umferð Olís-deildarinnar í KA-heimilinu í kvöld. ÍR-ingar virtust vera að sigla nokkuð þægilegum sigri í hús þar til að KA-menn tóku öll völd á lokamínútunum og náðu að jafna metin tveimur sekúndum fyrir leikslok. ÍR-ingar voru mjög ósáttir við ákvarðanir dómaranna á þessum lokakafla og fékk Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, að líta rauða spjaldið í leikslok. Bjarni var þó hinn rólegasti þegar hann mætti í viðtal og fór yfir það hvernig þessi lokakafli horfði við honum. „Mér sýnist Pétur vera kominn í dauðafæri (í lokasókn ÍR) og það er brotið á honum. Hann nær varla skoti á markið en þeir dæma bara ekki neitt. Ég á ekki orð yfir þetta. Svo sýndist mér vera ólögleg skipting í lokasókninni þeirra en ég er ekki viss. Ég sá það ekki en það bar þess merki. Það skiptir ekki öllu máli,“ sagði Bjarni en afhverju fékk hann rautt spjald? „Ég fékk rautt spjald fyrir að sparka í brúsa. Ég var svo ósáttur við strákana að við skyldum hafa glutrað þessu niður. Ég var mjög pirraður og sparkaði ágætlega í einhvern brúsa. Ég ræddi ekkert við dómarana í kjölfarið af því,“ sagði Bjarni. ÍR-ingar voru einnig ósáttir við annað atvik þegar Bjarni taldi sig hafa verið búinn að biðja um leikhlé áður en ÍR fór í skot. Þeir fengu hins vegar ekki að taka leikhléið þá og KA-menn fengu boltann. Þrátt fyrir þessi þrjú stóru atvik segir Bjarni að ábyrgðin liggi fyrst og fremst hjá liðinu sínu. „Fyrst og fremst erum við ósáttir við okkur sjálfa. Við köstum þessu frá okkur sjálfir og verðum að taka ábyrgð á því.“ „Við vorum rosalega óagaðir fyrstu 15 mínúturnar og þeir skoruðu í hverri sókn. Svo náðum við að loka vörninni og spilum í heildina góðan varnarleik. Við nærðumst á töpuðu boltunum þeirra en ráðum svo kannski ekki við spennustigið hérna í lokin,“ sagði Bjarni að endingu. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA 25-25 ÍR | Flautumark tryggði KA jafntefli Tarik Kasumovic tryggði KA stig gegn ÍR með flautumarki í kvöld. 20. október 2018 19:45 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
KA og ÍR skildu jöfn eftir æsilega lokamínútur í 6.umferð Olís-deildarinnar í KA-heimilinu í kvöld. ÍR-ingar virtust vera að sigla nokkuð þægilegum sigri í hús þar til að KA-menn tóku öll völd á lokamínútunum og náðu að jafna metin tveimur sekúndum fyrir leikslok. ÍR-ingar voru mjög ósáttir við ákvarðanir dómaranna á þessum lokakafla og fékk Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, að líta rauða spjaldið í leikslok. Bjarni var þó hinn rólegasti þegar hann mætti í viðtal og fór yfir það hvernig þessi lokakafli horfði við honum. „Mér sýnist Pétur vera kominn í dauðafæri (í lokasókn ÍR) og það er brotið á honum. Hann nær varla skoti á markið en þeir dæma bara ekki neitt. Ég á ekki orð yfir þetta. Svo sýndist mér vera ólögleg skipting í lokasókninni þeirra en ég er ekki viss. Ég sá það ekki en það bar þess merki. Það skiptir ekki öllu máli,“ sagði Bjarni en afhverju fékk hann rautt spjald? „Ég fékk rautt spjald fyrir að sparka í brúsa. Ég var svo ósáttur við strákana að við skyldum hafa glutrað þessu niður. Ég var mjög pirraður og sparkaði ágætlega í einhvern brúsa. Ég ræddi ekkert við dómarana í kjölfarið af því,“ sagði Bjarni. ÍR-ingar voru einnig ósáttir við annað atvik þegar Bjarni taldi sig hafa verið búinn að biðja um leikhlé áður en ÍR fór í skot. Þeir fengu hins vegar ekki að taka leikhléið þá og KA-menn fengu boltann. Þrátt fyrir þessi þrjú stóru atvik segir Bjarni að ábyrgðin liggi fyrst og fremst hjá liðinu sínu. „Fyrst og fremst erum við ósáttir við okkur sjálfa. Við köstum þessu frá okkur sjálfir og verðum að taka ábyrgð á því.“ „Við vorum rosalega óagaðir fyrstu 15 mínúturnar og þeir skoruðu í hverri sókn. Svo náðum við að loka vörninni og spilum í heildina góðan varnarleik. Við nærðumst á töpuðu boltunum þeirra en ráðum svo kannski ekki við spennustigið hérna í lokin,“ sagði Bjarni að endingu.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA 25-25 ÍR | Flautumark tryggði KA jafntefli Tarik Kasumovic tryggði KA stig gegn ÍR með flautumarki í kvöld. 20. október 2018 19:45 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KA 25-25 ÍR | Flautumark tryggði KA jafntefli Tarik Kasumovic tryggði KA stig gegn ÍR með flautumarki í kvöld. 20. október 2018 19:45