Lífið

Bein útsending: Söfnunarþáttur Stöðvar 2 og Landsbjargar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stöð 2 og Landsbjörg standa fyrir söfnunarþætti í beinni útsendingu í kvöld en Landsbjörg er í kynningar- og fjáröflunarátaki undir yfirskriftinni: „Þú getur alltaf treyst á okkur – nú treystum við á þig.“

Söfnunarþátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 næstkomandi föstudag. Útsendingin hefst klukkan 19.25 og stendur fram á kvöldið. Söfnunarsíminn er 570-5959.

Markmiðið með þættinum er að varpa ljósi á fjölbreytt og krefjandi verkefni Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Sjálfboðaliðar eru til taks um allt land ef eitthvað bregður út af – allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Allir hafa þeir gengið í gegnum stranga þjálfun sem tryggir rétt og fumlaus viðbrögð sem geta skipt sköpum á ögurstundu. Tækjabúnaður og sérútbúinn bíla- og bátakostur er einnig forsenda þess að náist í tæka tíð til fólks í vanda. Þá þarf að tryggja samhæfð vinnubrögð og viðhalda þekkingu í hæsta gæðaflokki. Allt kostar þetta augljóslega mikla fjármuni.

Boðið er upp á bland af áhugaverðum fróðleik og skemmtilegum innslögum úr starfi björgunarsveita landsins. Markmið útsendingarinnar er að safna bakvörðum sem styrkja starf félagsins með mánaðarlegum framlögum. Kynnar eru Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, Guðmundur Benediktsson og Hersir Aron Ólafsson.

Eins og áður segir hefst útsendingin klukkan 19:25 og má sjá hana hér á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×